Handbolti

Besta handboltakona heims verður ekki með Frökkum í Höllinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allison Pineau er 21 árs og 181 sm leikstjórnandi sem spilar hjá franska liðinu Metz. Hún var kosin í úrvalsliði HM í Kína.
Allison Pineau er 21 árs og 181 sm leikstjórnandi sem spilar hjá franska liðinu Metz. Hún var kosin í úrvalsliði HM í Kína. Mynd/AFP

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir silfurliði Frakka í Laugardalshöllinni í kvöld í undankeppni EM. Frakkar eru þegar komnir á EM en íslensku stelpunum nægir eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum til að fylgja þeim frönsku á EM sem fram er í Danmörku og Noregi í deesmber. Leikurinn í Höllinni hefst klukkan 20.15 en hann verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Meðal leikmanna franska liðsins er Allison Pineau sem var valin handboltakona ársins í heiminum fyrir árið 2009. Hún var lykilmaður liðsins þegar það náði 2. sætinu á HM í Kína á síðasta ári.

Allison Pineau verður þó ekki með franska liðinu í kvöld og það er spurning hvort það hjálpi íslensku stelpunum sem hafa sjaldan spilað eins mikilvægan leik á heimavelli og í kvöld.

Frakkar unnu fyrri leikinn á móti íslenska liðinu 32-23 og hefur franska liðið unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×