Ríkharður sá eini sem byrjaði betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2010 08:30 Kolbeinn Sigþórsson hefur þegar skorað 3 mörk í fyrstu 5 landsleikjum sínum. Hann skoraði fleiri mörk með A-landsliðinu en 21 árs liðinu á árinu. Nordic Photos / AFP Kolbeinn Sigþórsson hefur byrjað vel með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og er nú kominn í fámennan hóp með þeim Ríkharði Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni. Fréttablaðið skoðaði byrjun þeirra tólf leikmanna sem hafa náð því að skora tíu mörk eða fleiri fyrir íslenska A-landsliðið. Aðeins fyrrnefndir tveir leikmenn náðu því að skora meira en eitt mark í fyrstu fimm landsleikjum sínum. Ríkharður Jónsson átti markamet íslenska karlalandsliðsins í 56 ár eða frá 1951 til 2007 og hann náði þeim frábæra árangri að skora 7 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með A-landsliðinu. Þar á meðal er ferna hans í 4-3 sigri á Svíum í hans fjórða landsleik og tvenna í 2-0 sigri á Finnum 1948 en það var fyrsti sigurleikur íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Tryggvi Guðmundsson skoraði þrjú mörk í fyrstu fimm landsleikjum sínum sumarið 1997 en það sumar jafnaði hann einnig markametið í efstu deild karla með því að skora 19 mörk í 18 leikjum með ÍBV-liðinu. Tryggvi skoraði ekki fjórða landsmarkið sitt fyrr en fjórum árum og 16 leikjum seinna en það er vonandi að Kolbeinn þurfi ekki að bíða svo lengi eftir fjórða A-landsliðsmarki sínu. Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir meðal fjögurra markahæstu leikmanna A-landsliðsins en þeir voru báðir rólegir í fyrstu landsleikjum sínum. Arnór skoraði ekki fyrr en í sínum níunda landsleik og Eiður Smári skoraði „bara" eitt mark í fyrstu tíu landsleikjum sínum. Þriðja A-landsliðsmark Arnórs kom eftir 22 leiki og átta ár með landsliðinu en sonurinn skoraði sitt þriðja landsliðsmark í sínum tólfta A-landsleik. Ríkharður skoraði sitt þriðja landsliðsmark eftir 302 mínútur sem þýðir að Kolbeinn var á undan honum því þessi tvítugi leikmaður AZ Alkmaar var aðeins búinn að spila í 289 mínútur í A-landsliðstreyjunni þegar hann skoraði sitt þriðja landsliðsmark í Tel Aviv í fyrrakvöld. Tryggvi Guðmundsson gerði reyndar betur en þeir báðir því þriðja landsliðsmark hans kom eftir 172 mínútna leik með A-landsliðinu. Kolbeinn lék sinn fyrsta landsleik í Kórnum í mars síðastliðnum og Ólafur Jóhannesson henti honum strax í byrjunarliðið. Kolbeinn skoraði eftir 37 mínútur þegar hann kom íslenska liðnu í 2-0. Hann fékk þá fína fyrirgjöf frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni frá hægri og skoraði af stuttu færi. Kolbeinn var einnig í byrjunarliðinu í næsta leik á móti Mexíkó, hann náði ekki að skora en lék allan tímann í markalausu jafntefli. Kolbeinn var á bekknum í þriðja landsleiknum sínum sem var jafnframt sá fyrsti sem hann spilaði á Laugardalsvellinum. Kolbeinn kom inn á í stöðunni 2-0 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum og innsiglaði 4-0 sigur íslenska liðsins með marki á 89. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Kolbeinn náði því líka að skora í fyrsta leiknum sínum á þjóðarleikvanginum alveg eins og í fyrsta A-landsleik sínum 70 dögum áður. Tryggvi Guðmundsson skoraði 12 mörk í 42 landsleikjum á árunum 1997 til 2008. Kolbeinn var aftur á bekknum í fjórða landsleiknum sínum en kom sterkur inn af bekknum í 0-1 tapi á móti Dönum á Parken. Kolbeinn lék í þrettán mínútur en minnti vel á sig á þessum kafla. Ólafur Jóhannesson setti Kolbein aftur í byrjunarliðið sitt í Ísrael í fyrrakvöld og Kolbeinn skoraði þar sitt þriðja landsliðsmark eftir að hafa fengið óeigingjarna sendingu frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem er þar með búinn að leggja upp tvö af þremur mörkum hans fyrir A-landsliðið. Heiðar Helguson var markahæsti landsliðsmaður Íslands á árinu með fjögur mörk og hefur verið á undan Kolbeini í goggunarröðinni. Kolbeinn hefur hins vegar nýtt tækifærin sín vel í fjarveru Heiðars og ætti að vera orðinn fyrsti maður í framlínu íslenska landsliðsins áður en langt um líður. Íslenski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson hefur byrjað vel með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og er nú kominn í fámennan hóp með þeim Ríkharði Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni. Fréttablaðið skoðaði byrjun þeirra tólf leikmanna sem hafa náð því að skora tíu mörk eða fleiri fyrir íslenska A-landsliðið. Aðeins fyrrnefndir tveir leikmenn náðu því að skora meira en eitt mark í fyrstu fimm landsleikjum sínum. Ríkharður Jónsson átti markamet íslenska karlalandsliðsins í 56 ár eða frá 1951 til 2007 og hann náði þeim frábæra árangri að skora 7 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með A-landsliðinu. Þar á meðal er ferna hans í 4-3 sigri á Svíum í hans fjórða landsleik og tvenna í 2-0 sigri á Finnum 1948 en það var fyrsti sigurleikur íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Tryggvi Guðmundsson skoraði þrjú mörk í fyrstu fimm landsleikjum sínum sumarið 1997 en það sumar jafnaði hann einnig markametið í efstu deild karla með því að skora 19 mörk í 18 leikjum með ÍBV-liðinu. Tryggvi skoraði ekki fjórða landsmarkið sitt fyrr en fjórum árum og 16 leikjum seinna en það er vonandi að Kolbeinn þurfi ekki að bíða svo lengi eftir fjórða A-landsliðsmarki sínu. Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir meðal fjögurra markahæstu leikmanna A-landsliðsins en þeir voru báðir rólegir í fyrstu landsleikjum sínum. Arnór skoraði ekki fyrr en í sínum níunda landsleik og Eiður Smári skoraði „bara" eitt mark í fyrstu tíu landsleikjum sínum. Þriðja A-landsliðsmark Arnórs kom eftir 22 leiki og átta ár með landsliðinu en sonurinn skoraði sitt þriðja landsliðsmark í sínum tólfta A-landsleik. Ríkharður skoraði sitt þriðja landsliðsmark eftir 302 mínútur sem þýðir að Kolbeinn var á undan honum því þessi tvítugi leikmaður AZ Alkmaar var aðeins búinn að spila í 289 mínútur í A-landsliðstreyjunni þegar hann skoraði sitt þriðja landsliðsmark í Tel Aviv í fyrrakvöld. Tryggvi Guðmundsson gerði reyndar betur en þeir báðir því þriðja landsliðsmark hans kom eftir 172 mínútna leik með A-landsliðinu. Kolbeinn lék sinn fyrsta landsleik í Kórnum í mars síðastliðnum og Ólafur Jóhannesson henti honum strax í byrjunarliðið. Kolbeinn skoraði eftir 37 mínútur þegar hann kom íslenska liðnu í 2-0. Hann fékk þá fína fyrirgjöf frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni frá hægri og skoraði af stuttu færi. Kolbeinn var einnig í byrjunarliðinu í næsta leik á móti Mexíkó, hann náði ekki að skora en lék allan tímann í markalausu jafntefli. Kolbeinn var á bekknum í þriðja landsleiknum sínum sem var jafnframt sá fyrsti sem hann spilaði á Laugardalsvellinum. Kolbeinn kom inn á í stöðunni 2-0 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum og innsiglaði 4-0 sigur íslenska liðsins með marki á 89. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Kolbeinn náði því líka að skora í fyrsta leiknum sínum á þjóðarleikvanginum alveg eins og í fyrsta A-landsleik sínum 70 dögum áður. Tryggvi Guðmundsson skoraði 12 mörk í 42 landsleikjum á árunum 1997 til 2008. Kolbeinn var aftur á bekknum í fjórða landsleiknum sínum en kom sterkur inn af bekknum í 0-1 tapi á móti Dönum á Parken. Kolbeinn lék í þrettán mínútur en minnti vel á sig á þessum kafla. Ólafur Jóhannesson setti Kolbein aftur í byrjunarliðið sitt í Ísrael í fyrrakvöld og Kolbeinn skoraði þar sitt þriðja landsliðsmark eftir að hafa fengið óeigingjarna sendingu frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem er þar með búinn að leggja upp tvö af þremur mörkum hans fyrir A-landsliðið. Heiðar Helguson var markahæsti landsliðsmaður Íslands á árinu með fjögur mörk og hefur verið á undan Kolbeini í goggunarröðinni. Kolbeinn hefur hins vegar nýtt tækifærin sín vel í fjarveru Heiðars og ætti að vera orðinn fyrsti maður í framlínu íslenska landsliðsins áður en langt um líður.
Íslenski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira