Jóhannes Gauti Óttarsson varð í gær Norðurlandameistari í kumite en mótið fer fram í Tallin í Eistlandi. Hann varð meistari í flokki unglinga undir 70 kílóum.
Hann lenti í spennandi úrslitabardaga þar sem staðan var 4-4 eftir venjulega leiktíma. Bardaginn fór því í framlengingu þar sem Jóhannes vann sannfærandi, 3-0.
Þetta var fyrsti NM-titill Íslands síðan Halldór Svavarsson vann titil árið 1989.
Telma Rut Frímansdóttur fékk síðan brons í kumite unglinga -59 kg og Aðalheiður Rósa Harðardóttir fékk brons í kata unglinga.