Bayern með nauma forystu til Lyon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2010 18:36 Arjen Robben fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Bongarts Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira