Kjördæmapotið - úrelt vinnubrögð sem ekki þola dagsljósið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. nóvember 2010 03:30 Meðferð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, á málefnum vistheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarna daga, gefur innsýn í vinnubrögð sem sumir héldu kannski að heyrðu sögunni til en eimir þó enn eftir af. Eftir að kynferðisbrotamál kom upp á vistheimilinu og úttektir sérfræðinga Barnaverndarstofu sýndu fram á að það uppfyllti ekki lengur þær kröfur sem stofnunin gerði, hættu barnaverndarnefndir að vilja senda þangað börn og nýting plássanna (og þar af leiðandi peninga skattgreiðenda) snarversnaði. Í framhaldinu ákvað Barnaverndarstofa um síðustu áramót að segja upp samningi um reksturinn, í samræmi við ákvæði í honum. Hjónin sem ráku heimilið heimtuðu háar bætur úr ríkissjóði, sem Barnaverndarstofa taldi að ekki væri skylt að greiða. Augljóslega hefur þá verið leitað á náðir Steingríms, þingmanns Norðausturkjördæmis, sem skrifaði Árna Páli stuttu síðar tölvupóst sem er nú orðinn alræmdur, ekki sízt vegna hótunar fjármálaráðherrans um að taka engar ákvarðanir sem tengdust barnaverndarmálum fyrr en lausn hefði fundizt í Árbótarmálinu. Á Alþingi í fyrradag hélt ráðherrann því fram að skeytið hefði verið einkabréf, sem Barnaverndarstofa hefði lekið í fjölmiðla. Bréf frá einum ráðherra til annars um ráðstöfun skattfjár getur að sjálfsögðu ekki verið neitt einkabréf. Fréttablaðið fékk tölvupóstinn afhentan bæði frá Barnaverndarstofu og félagsmálaráðuneytinu eftir að hafa spurzt fyrir um málið með vísan til upplýsingalaga. Steingrímur uppástóð á Alþingi að með bréfinu hefði hann fyrst og fremst viljað gæta hagsmuna skattgreiðenda; að ekki yrði stofnað til kostnaðar að þarflausu. Þeir sem lesa bréfið geta hins vegar ekki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri að Steingrímur hafi haft öllu meiri áhyggjur af hagsmunum skjólstæðinga sinna heima í kjördæmi og að „málið spryngi upp með látum fyrir norðan". Þvert á álit forstjóra Barnaverndarstofu ákváðu ráðherrarnir að greiða eigendum Árbótar þrjátíu milljónir króna í bætur. Þeir hunzuðu sömuleiðis ábendingu forstjórans um að fá álit ríkislögmanns á því hvort bótaskylda væri yfirleitt fyrir hendi. Eitthvað leið Árna Páli illa með niðurstöðuna, því að hann velti upp þeirri spurningu í öðru tölvubréfi hvers vegna ríkið væri að greiða svo mikið fé „umfram skyldu". Svar hans var: „Vegna sanngirnissjónarmiða og þrýstings frá kjördæmisþingmönnum." Þar hefur Árni væntanlega verið að vísa annars vegar til þrýstingsins frá Steingrími og hins vegar frá Kristjáni Þór Júlíussyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem í enn einum tölvupóstinum, til annarra þingmanna kjördæmisins, sagði: „Treysti því að Steingrímur komi þessu í höfn." Þar virðist hafa farið lítið fyrir gagnrýni og eftirliti stjórnarandstöðunnar með gjörðum stjórnvalda - enda kjördæmishagsmunir í húfi. Ef marka má viðbrögð sumra annarra þingmanna Norðausturkjördæmis, sem fjölmenntu í pontu Alþingis í gær og sóru af sér öll afskipti af málinu, er vaxandi skilningur á því í þinginu að kjördæmapotið er úrelt og flokkast ekki með faglegri stjórnsýslu. Eðli málsins samkvæmt þolir kjördæmapotið ekki dagsins ljós. Enda reiddist fjármálaráðherra birtingu tölvubréfsins alræmda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun
Meðferð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, á málefnum vistheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarna daga, gefur innsýn í vinnubrögð sem sumir héldu kannski að heyrðu sögunni til en eimir þó enn eftir af. Eftir að kynferðisbrotamál kom upp á vistheimilinu og úttektir sérfræðinga Barnaverndarstofu sýndu fram á að það uppfyllti ekki lengur þær kröfur sem stofnunin gerði, hættu barnaverndarnefndir að vilja senda þangað börn og nýting plássanna (og þar af leiðandi peninga skattgreiðenda) snarversnaði. Í framhaldinu ákvað Barnaverndarstofa um síðustu áramót að segja upp samningi um reksturinn, í samræmi við ákvæði í honum. Hjónin sem ráku heimilið heimtuðu háar bætur úr ríkissjóði, sem Barnaverndarstofa taldi að ekki væri skylt að greiða. Augljóslega hefur þá verið leitað á náðir Steingríms, þingmanns Norðausturkjördæmis, sem skrifaði Árna Páli stuttu síðar tölvupóst sem er nú orðinn alræmdur, ekki sízt vegna hótunar fjármálaráðherrans um að taka engar ákvarðanir sem tengdust barnaverndarmálum fyrr en lausn hefði fundizt í Árbótarmálinu. Á Alþingi í fyrradag hélt ráðherrann því fram að skeytið hefði verið einkabréf, sem Barnaverndarstofa hefði lekið í fjölmiðla. Bréf frá einum ráðherra til annars um ráðstöfun skattfjár getur að sjálfsögðu ekki verið neitt einkabréf. Fréttablaðið fékk tölvupóstinn afhentan bæði frá Barnaverndarstofu og félagsmálaráðuneytinu eftir að hafa spurzt fyrir um málið með vísan til upplýsingalaga. Steingrímur uppástóð á Alþingi að með bréfinu hefði hann fyrst og fremst viljað gæta hagsmuna skattgreiðenda; að ekki yrði stofnað til kostnaðar að þarflausu. Þeir sem lesa bréfið geta hins vegar ekki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri að Steingrímur hafi haft öllu meiri áhyggjur af hagsmunum skjólstæðinga sinna heima í kjördæmi og að „málið spryngi upp með látum fyrir norðan". Þvert á álit forstjóra Barnaverndarstofu ákváðu ráðherrarnir að greiða eigendum Árbótar þrjátíu milljónir króna í bætur. Þeir hunzuðu sömuleiðis ábendingu forstjórans um að fá álit ríkislögmanns á því hvort bótaskylda væri yfirleitt fyrir hendi. Eitthvað leið Árna Páli illa með niðurstöðuna, því að hann velti upp þeirri spurningu í öðru tölvubréfi hvers vegna ríkið væri að greiða svo mikið fé „umfram skyldu". Svar hans var: „Vegna sanngirnissjónarmiða og þrýstings frá kjördæmisþingmönnum." Þar hefur Árni væntanlega verið að vísa annars vegar til þrýstingsins frá Steingrími og hins vegar frá Kristjáni Þór Júlíussyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem í enn einum tölvupóstinum, til annarra þingmanna kjördæmisins, sagði: „Treysti því að Steingrímur komi þessu í höfn." Þar virðist hafa farið lítið fyrir gagnrýni og eftirliti stjórnarandstöðunnar með gjörðum stjórnvalda - enda kjördæmishagsmunir í húfi. Ef marka má viðbrögð sumra annarra þingmanna Norðausturkjördæmis, sem fjölmenntu í pontu Alþingis í gær og sóru af sér öll afskipti af málinu, er vaxandi skilningur á því í þinginu að kjördæmapotið er úrelt og flokkast ekki með faglegri stjórnsýslu. Eðli málsins samkvæmt þolir kjördæmapotið ekki dagsins ljós. Enda reiddist fjármálaráðherra birtingu tölvubréfsins alræmda.