Kaupþing bjargaði Baugi 12. apríl 2010 12:25 Tvö félög tengd Bónusfjölskyldunni, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar um vorið án aðstoðar. Kaupþing lánaði því öðru félagi fjölskyldunnar, 1998, ehf, 30,6 milljarða króna til að kaupa Haga úr úr Baugi ásamt því að kaupa tvö félög af Baugi og tengdum aðilum. Fram kom í kynningu hjá Kaupþingi að Baugur hafði tapað umtalsverðum fjárhæðum og að eigið fé Gaums væri neikvætt. Lagðar voru fram tvær hugmyndir til að styðja við bak félögunum. Önnur hugmyndin kallaðist BG lausnir sem miðaði að því að skylda Baug til að selja hluti sína í bresku félögunum Jane Norman og Booker, en þar sem markaðsaðstæður væru slæmar yrði Kaupþing að vera kaupandinn. Glitnir var með útistandandi lán fyrir Booker-hlutabréfunum og miðaði lausnin að því að leysa það mál. Hin leiðin var nefnd Gaumur lausnir. Hún fólst í að selja Haga til Gaums á móti greiðslu í hlutabréfum í Baugi. Það yrði útgönguleið fyrir Jóhannes Jónsson. Hagar yrðu greiddir út til hluthafa í Baugi Group, sem myndi gefa Kaupþingi 89 prósenta veð í Högum. Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar að Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hafi hitt Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs á þeim tíma. Í maílok keypti síðan Kaupþing Jane Norman og Milton af Baugi Group og tengdum aðilum fyrir 13,5 milljarða króna. Féð fór aftur í bankann sem uppgjör á skuldum félaganna við bankann. Þessu til viðbótar lánaði bankinn 1998 ehf. 30,6 milljarða króna, sem nýttist til kaupa á Högum úr Baugi Group. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Tvö félög tengd Bónusfjölskyldunni, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar um vorið án aðstoðar. Kaupþing lánaði því öðru félagi fjölskyldunnar, 1998, ehf, 30,6 milljarða króna til að kaupa Haga úr úr Baugi ásamt því að kaupa tvö félög af Baugi og tengdum aðilum. Fram kom í kynningu hjá Kaupþingi að Baugur hafði tapað umtalsverðum fjárhæðum og að eigið fé Gaums væri neikvætt. Lagðar voru fram tvær hugmyndir til að styðja við bak félögunum. Önnur hugmyndin kallaðist BG lausnir sem miðaði að því að skylda Baug til að selja hluti sína í bresku félögunum Jane Norman og Booker, en þar sem markaðsaðstæður væru slæmar yrði Kaupþing að vera kaupandinn. Glitnir var með útistandandi lán fyrir Booker-hlutabréfunum og miðaði lausnin að því að leysa það mál. Hin leiðin var nefnd Gaumur lausnir. Hún fólst í að selja Haga til Gaums á móti greiðslu í hlutabréfum í Baugi. Það yrði útgönguleið fyrir Jóhannes Jónsson. Hagar yrðu greiddir út til hluthafa í Baugi Group, sem myndi gefa Kaupþingi 89 prósenta veð í Högum. Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar að Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hafi hitt Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs á þeim tíma. Í maílok keypti síðan Kaupþing Jane Norman og Milton af Baugi Group og tengdum aðilum fyrir 13,5 milljarða króna. Féð fór aftur í bankann sem uppgjör á skuldum félaganna við bankann. Þessu til viðbótar lánaði bankinn 1998 ehf. 30,6 milljarða króna, sem nýttist til kaupa á Högum úr Baugi Group.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira