NBA í nótt: Clippers vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2010 09:00 Baron Davis í baráttunni í nótt. Mynd/AP Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst. NBA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira