Predator (alien) Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Verunni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi tilfinningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felugervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löngum, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunnar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurðum (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í rauninni ekki við neinn, sem þessi lýsing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppilega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be completely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wiktionary gefur á þessu eftirfarandi útskýringu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslenskur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Verunni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi tilfinningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felugervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löngum, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunnar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurðum (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í rauninni ekki við neinn, sem þessi lýsing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppilega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be completely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wiktionary gefur á þessu eftirfarandi útskýringu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslenskur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun