Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um tíu prósent í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í dag. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem lækkaði um 0,48 prósent, og gengi bréfa Færeyjabanka, sem lækkaði um 0,32 prósent.
Á sama tíma hækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 2,82 prósent og Marels um1,29 prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,65 prósent og endaði í 910 stigum.