Íslenski boltinn

Logi: Menn voru farnir að spara kraftana fyrir Evrópuleikinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson, þjálfari KR, var sáttur með leik liðsins í 90 mínútur í kvöld. KR var 3-0 yfir gegn Þrótti en fékk á sig tvö mörk í lokin og var heppið að fá það þriðja ekki á sig. "Ég var sáttur við leikinn fyrir utan vesenið á okkur undir lokin. Það skrifast á kæruleysi af okkar hálfu. Menn tönnlast oft á því að þriðja markið skipti öllu máli og eigi að klára leiki en það þýðir ekki það að menn eigi að hætta að spila fótbolta." "Mér sýndist menn vera að spara kraftana til fimmtudagsins, það virkaði þannig á mig. Það má segja að við höfum spilað vel í 90 mínútur og við áttum að vera búnir að nýta færin okkar. Þá hefði uppbótartíminn ekki skipt neinu máli." "Við verðum að vera mun ákveðnari fyrir framan markið gegn Karpaty, við fáum ekki jafn mörg marktækifæri gegn þeim," sagði Logi.

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Lánið lék við kærulausa KR-inga

KR var stálheppið að komast í undanúrslit VISA-bikars karla í kvöld. Liðið vann Þrótt 3-2 á heimavelli en fékk á sig tvö mörk undir lokin og það þriðja kom ekki þar sem Þróttarar skutu í eigin mann á línu KR-inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×