Júlíus: Dýrmæt skref tekin í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 9. desember 2010 19:25 Júlíus Jónasson. Mynd/Ole Nielsen. Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira