Sjö íþróttamenn fengu Ólympíustyrk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. september 2010 13:39 Mynd/ÍSÍ Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ." Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ."
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira