Sjö íþróttamenn fengu Ólympíustyrk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. september 2010 13:39 Mynd/ÍSÍ Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ." Innlendar Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ."
Innlendar Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira