Aðstæður gjörbreyttar 20. maí 2010 05:00 Katrín Júlíusdóttir „Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira