Íslenskir dómstólar skera úr um forgangsrétt á greiðslum Sigríður Mogensen skrifar 18. desember 2010 18:27 Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað. Icesave Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað.
Icesave Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira