Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 12:00 Gunnar Rúnar Sigurþórsson situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Mynd/ Stefán. Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag. Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag.
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira