Ætlar bara að skoða sín mál í rólegheitunum eftir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2010 10:30 Árni Gautur Arason á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton Árni Gautur Arason og félagar í íslenska landsliðinu mæta Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hvorki Árni Gautur né Gunnleifur Gunnleifsson hafa fengið á sig mark í fjórum landsleikjum ársins til þess. Árni Gautur verður á tímamótum í haust þegar samningur hans við Odd Grenland rennur út en hann fær ekki nýjan samning hjá norska liðinu. Árni Gautur er ekki mikið að hugsa um framtíð sína og ætlar að einbeita sér að því að standa sig vel með Odd Grenland og íslenska landsliðinu. „Það er ekkert nýtt að frétta af mér og minni stöðu. Ég ætla bara að skoða málin í rólegheitunum og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Ég fer ekkert í það fyrr en eftir tímabilið því ég er með samning fram að áramótum," segir Árni Gautur. „Það skiptir mestu máli að klára þetta tímabil almennilega og sjá síðan hvaða möguleikar eru í boði. Það eru fleiri þættir sem spila inn í þetta eins og fjölskyldan. Ég veit ekki hvort ég geti endað á Íslandi en ég vil skoða allt hvort sem það er í Noregi eða utan Noregs. Það er ekkert þannig séð á borðinu," segir Árni Gautur. Íslenska landsliðið hefur ekki fengið á sig mark í fjórum landsleikjum á árinu en Árni Gautur stóð í markinu í þeim fyrsta á móti Kýpur. „Þetta er búið að vera að virka vel og við munum reyna að halda áfram á þessari braut. Það verður erfiður leikur á morgun (í dag) og mikilvægur undirbúningur fyrir leikina í haust," segir Árni Gautur. Ísland tapaði illa fyrir Liechtenstein fyrir tæpum þremur árum í undankeppni EM en Árni Gautur er ekkert að hugsa um að hefna eitthvað fyrir þann leik. „Við erum búnir að gleyma því hvernig fór gegn fyrir nokkrum árum og svöruðum fyrir það þegar við spiluðum við þá síðast," segir Árni en Ísland vann 2-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik í fyrra þar sem Árni stóð í markinu í fyrri hálfleiknum. „Við horfum bara fram á við og reynum að nýta þetta sem best sem undirbúning fyrir þessa haustleiki. Við erum í hörku riðli og það er spenna í manni að þetta sé að fara í gang," sagði Árni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Árni Gautur Arason og félagar í íslenska landsliðinu mæta Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hvorki Árni Gautur né Gunnleifur Gunnleifsson hafa fengið á sig mark í fjórum landsleikjum ársins til þess. Árni Gautur verður á tímamótum í haust þegar samningur hans við Odd Grenland rennur út en hann fær ekki nýjan samning hjá norska liðinu. Árni Gautur er ekki mikið að hugsa um framtíð sína og ætlar að einbeita sér að því að standa sig vel með Odd Grenland og íslenska landsliðinu. „Það er ekkert nýtt að frétta af mér og minni stöðu. Ég ætla bara að skoða málin í rólegheitunum og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Ég fer ekkert í það fyrr en eftir tímabilið því ég er með samning fram að áramótum," segir Árni Gautur. „Það skiptir mestu máli að klára þetta tímabil almennilega og sjá síðan hvaða möguleikar eru í boði. Það eru fleiri þættir sem spila inn í þetta eins og fjölskyldan. Ég veit ekki hvort ég geti endað á Íslandi en ég vil skoða allt hvort sem það er í Noregi eða utan Noregs. Það er ekkert þannig séð á borðinu," segir Árni Gautur. Íslenska landsliðið hefur ekki fengið á sig mark í fjórum landsleikjum á árinu en Árni Gautur stóð í markinu í þeim fyrsta á móti Kýpur. „Þetta er búið að vera að virka vel og við munum reyna að halda áfram á þessari braut. Það verður erfiður leikur á morgun (í dag) og mikilvægur undirbúningur fyrir leikina í haust," segir Árni Gautur. Ísland tapaði illa fyrir Liechtenstein fyrir tæpum þremur árum í undankeppni EM en Árni Gautur er ekkert að hugsa um að hefna eitthvað fyrir þann leik. „Við erum búnir að gleyma því hvernig fór gegn fyrir nokkrum árum og svöruðum fyrir það þegar við spiluðum við þá síðast," segir Árni en Ísland vann 2-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik í fyrra þar sem Árni stóð í markinu í fyrri hálfleiknum. „Við horfum bara fram á við og reynum að nýta þetta sem best sem undirbúning fyrir þessa haustleiki. Við erum í hörku riðli og það er spenna í manni að þetta sé að fara í gang," sagði Árni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira