Sölvi Geir: Fæ vonandi prósentur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2010 22:11 Sölvi skorar markið mikilvæga í kvöld. Nordic Photos / Getty Images „Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt," sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sölvi skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK á norska liðinu Rosenborg í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Samanlögð úrslit voru 2-2 en FCK komst áfram á útivallarmarki. „Það var gríðarlega mikið undir í þessum leik en við hefðum átt að klára hann í fyrri hálfleik. Þá átti við að ég held sautján skot að marki. Við hreinlega völtuðum yfir þá en við vorum klaufar að nýta ekki færin," sagði Sölvi við Vísi. „Þeir tjölduðu svo öllu til í síðari hálfleik og áttu eitt skot í slána. En við héldum núllinu og gríðarlega mikill léttir og fögnuður í leikslok." Hann segir ávallt gaman að skora en þetta var reyndar hans fyrsta mark fyrir félagið síðan kom til þess fyrr á árinu. „Það er ekki verra fyrst markið reyndist svona dýrmætt. Mér skilst að félagið fái 150 milljónir danskra króna (rúmir þrír milljarðar króna) fyrir að komast áfram. Það væri svo sem ekki verra að fá einhverjar prósentur af þessu," sagði hann og hló. „En aðalmálið er að við erum komnir áfram og við erum gríðarlega stoltir af því og hlökkum til." Dregið verður í riðlakeppnina á morgun og viðbúið að FCK mæti þar stórliði. „Við viljum samt gera góða hluti í riðlinum og þess vegna komast áfram. Það væri því ágætt að fá eitt gott lið og taka svo bara annað sætið. Það eru spennandi tímar framundan og það ríkir mikil tilhlökkun." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
„Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt," sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sölvi skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK á norska liðinu Rosenborg í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Samanlögð úrslit voru 2-2 en FCK komst áfram á útivallarmarki. „Það var gríðarlega mikið undir í þessum leik en við hefðum átt að klára hann í fyrri hálfleik. Þá átti við að ég held sautján skot að marki. Við hreinlega völtuðum yfir þá en við vorum klaufar að nýta ekki færin," sagði Sölvi við Vísi. „Þeir tjölduðu svo öllu til í síðari hálfleik og áttu eitt skot í slána. En við héldum núllinu og gríðarlega mikill léttir og fögnuður í leikslok." Hann segir ávallt gaman að skora en þetta var reyndar hans fyrsta mark fyrir félagið síðan kom til þess fyrr á árinu. „Það er ekki verra fyrst markið reyndist svona dýrmætt. Mér skilst að félagið fái 150 milljónir danskra króna (rúmir þrír milljarðar króna) fyrir að komast áfram. Það væri svo sem ekki verra að fá einhverjar prósentur af þessu," sagði hann og hló. „En aðalmálið er að við erum komnir áfram og við erum gríðarlega stoltir af því og hlökkum til." Dregið verður í riðlakeppnina á morgun og viðbúið að FCK mæti þar stórliði. „Við viljum samt gera góða hluti í riðlinum og þess vegna komast áfram. Það væri því ágætt að fá eitt gott lið og taka svo bara annað sætið. Það eru spennandi tímar framundan og það ríkir mikil tilhlökkun."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira