Fótbolti

Sergio Ramos ekki meira með Real Madrid á árinu 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Ramos.
Sergio Ramos. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sergio Ramos, spænski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid verður ekki með liðinu á móti Real Zaragoza í kvöld og mun væntanlega missa af öllum leikjunum sem eru eftir á þessu ári.

Ramos er tognaður á liðbandi í hné og verður væntanlega frá í tvær til þrjár vikur. real-liðið á eftir að spila þrjá leiki á árinu 2010, deildarleiki við Real Zaragoza og Sevilla sem og leik við Levante í Konungsbikarnum.

Ramos fer því á meiðslalistann þar sem fyrir eru Gonzalo Higuain og Jerzy Dudek auk þess sem Kaka er ekki heldur byrjaður að spila á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×