Kópavogströllið Auðunn Jónsson varð í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í dag. Auðunn keppti í plús 125 kg þyngdarflokki.
Auðunn setti Íslandsmet í hnébeygju er hann lyfti 400 kg. Hann tók 272,5 kg í bekkpressu, 342,5 kg fóru upp í réttstöðulyftunni.
Samtals lyfti Auðunn 1015 kg sem er nýtt Íslandsmet en alls setti Auðunn fimm Íslandsmet á mótinu.
Sigurvegarinn lyfti 1072,5 kg. Sá kom frá Póllandi.