Fréttaskýring: Um hvað snúast fundahöld stjórnmálaflokka um helgina? 24. júní 2010 06:00 Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra. Þrír stærstu flokkarnir á þingi funda um helgina. Fundir VG og Samfylkingar eru öðrum þræði til að bregðast við sveitarstjórnarkosningum en fundur Sjálfstæðisflokks var ákveðinn til að kjósa varaformann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgarinnar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjörið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmálaályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna," segir Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum tillögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal annars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmálaástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugsanlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundunum en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinniSigrún JónsdóttirÞriðji flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur greinir úrslit sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylkingarinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndarinnar sem á að gera upp þátt Samfylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verður kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar," segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VGDrífa SnædalFlokksráðsfundur VG er kallaður „uppgjörsfundur" á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknarskýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fundinn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dregin til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefnaþingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum. VG hafi bætt við sig mörgum nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opinberar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgarinnar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjörið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmálaályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna," segir Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum tillögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal annars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmálaástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugsanlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundunum en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinniSigrún JónsdóttirÞriðji flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur greinir úrslit sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylkingarinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndarinnar sem á að gera upp þátt Samfylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verður kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar," segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VGDrífa SnædalFlokksráðsfundur VG er kallaður „uppgjörsfundur" á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknarskýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fundinn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dregin til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefnaþingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum. VG hafi bætt við sig mörgum nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opinberar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira