„Ég er sáttur við eitt stig en jafnframt ósáttur við að hafa tapað tveimur." sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, eftir að hans leikmenn náðu að tryggja sér 1-1 jafntefli gegn baráttuglöðum Stjörnustelpum á síðustu andartökum leiksins. Þetta voru fyrstu stigin sem Valur tapar í ár.
Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og höfðu Stjörnustúlkur betri tök þrátt fyrir að skapa sér lítið „Við urðum undir í baráttunni í fyrri hálfleik en þær voru þó lítið að skapa sér færi. Ég var þó ekki sáttur með lið mítt í fyrri hálfleik."
Dagný Brynjarsdóttir skoraði á síðustu stundu í leiknum og ekki mátti miklu muna að Valsstúlkur næðu að taka stigin þrjú. Málfríður Erna Sigurðardóttir átti skalla í slá á 91. mínútu leiksins og var leikurinn afar fjörlegur undir lokin.
„Þetta var galopið hérna í lokin, þær fengu dauðafæri alveg eins og við," sagði Freyr. „Við erum vön því að spila hátt enda við spilum til að skora mörk."
Næsti leikur Valsstúlkna er gegn KR í Frostaskjóli og var Freyr klár hver stefnan væri þar. „Við förum á KR völlinn til að ná í þrjú stig eins og alls staðar, það er gaman að spila á KR-vellinum og ég vona að við mætum betur stemmdar í þann leik."
Freyr: Ósáttur við að tapa tveimur stigum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn