Fær greidda þóknun fyrir neyslu sína á Íslandi 17. júlí 2010 11:33 Jón Ásgeir Jóhannesson. Eignir hans verða kyrrsettar þangað til niðurstaða liggur fyrir í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði á hendur honum hér á landi. Sjö hundruð og fimmtíu þúsund króna þóknun 365 miðla til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er greidd út mánaðarlega svo hann geti greitt fyrir neyslu sína á Íslandi, að því er fram kemur í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum. Þrotabú bankans telur að hegðun Jóns Ásgeirs endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði. Slitastjórn Glitnis telur að hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í tengslum við lán Glitnis banka til félagsins FS38 á árinu 2007 endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði, skort á ráðvendni og skeytingarleysi gagnvart hagsmunum kröfuhafa bankans. Þetta kemur farm í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum vegna máls sem þrotabú Glitnis höfðaði til að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs. Glitnir lánaði sem kunnugt er félaginu FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, sex milljarða króna til að kaupa hlutabréf í Aurum Holdings á yfirverði af Fons, sem einnig var í eigu Pálma, en einu tryggingarnar fyrir láninu voru hlutabréfin í Aurum. Jón Ásgeir gaf fyrirmæli um viðskiptin í tölvupósti til Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra, eins og frægt er orðið. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í greinargerð lögmanna slitastjórnar Glitnis banka vegna máls um kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs. Eins og komið hefur fram er þar greint frá mánaðarlegri 4.000 punda greiðslu, jafnvirði 750 þúsund króna, sem Jón Ásgeir fær í þóknun frá 365 miðlum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu eiginkonu hans. Í greinargerð slitastjórnarinnar segir að þær skýringar hafi verið gefnar að um sé að ræða fyrirkomulag sem í grundvallaratriðum hafi verið komið á svo Jón Ásgeir gæti greitt kostnað við mat og uppihald á Íslandi („living expenses") eða með öðrum orðum neyslu. Í greinargerð lögmannanna segir að þær skýringar Jóns Ásgeirs, að hann hafi gleymt þessu fyrirkomulagi, séu óásættanlegar. Stjórnendur 365 miðla hafa gefið þær skýringar á greiðslum til Jóns Ásgeirs að hann veiti fyrirtækinu ráðgjöf varðandi rekstur og stefnumótun. Þá hafi ráðgjöf hans reynst fyrirtækinu mikilvæg og gagnleg. Eignir Jóns Ásgeirs á heimsvísu verða kyrrsettar þangað til niðurstaða liggur fyrir í skaðabótamáli vegna Aurum Holdings sem þrotabú Glitnis höfðaði á hendur honum hér á landi. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stjórnarformaður 365 miðla sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Aurum Holding málið Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Sjö hundruð og fimmtíu þúsund króna þóknun 365 miðla til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er greidd út mánaðarlega svo hann geti greitt fyrir neyslu sína á Íslandi, að því er fram kemur í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum. Þrotabú bankans telur að hegðun Jóns Ásgeirs endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði. Slitastjórn Glitnis telur að hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í tengslum við lán Glitnis banka til félagsins FS38 á árinu 2007 endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði, skort á ráðvendni og skeytingarleysi gagnvart hagsmunum kröfuhafa bankans. Þetta kemur farm í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum vegna máls sem þrotabú Glitnis höfðaði til að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs. Glitnir lánaði sem kunnugt er félaginu FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, sex milljarða króna til að kaupa hlutabréf í Aurum Holdings á yfirverði af Fons, sem einnig var í eigu Pálma, en einu tryggingarnar fyrir láninu voru hlutabréfin í Aurum. Jón Ásgeir gaf fyrirmæli um viðskiptin í tölvupósti til Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra, eins og frægt er orðið. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í greinargerð lögmanna slitastjórnar Glitnis banka vegna máls um kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs. Eins og komið hefur fram er þar greint frá mánaðarlegri 4.000 punda greiðslu, jafnvirði 750 þúsund króna, sem Jón Ásgeir fær í þóknun frá 365 miðlum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu eiginkonu hans. Í greinargerð slitastjórnarinnar segir að þær skýringar hafi verið gefnar að um sé að ræða fyrirkomulag sem í grundvallaratriðum hafi verið komið á svo Jón Ásgeir gæti greitt kostnað við mat og uppihald á Íslandi („living expenses") eða með öðrum orðum neyslu. Í greinargerð lögmannanna segir að þær skýringar Jóns Ásgeirs, að hann hafi gleymt þessu fyrirkomulagi, séu óásættanlegar. Stjórnendur 365 miðla hafa gefið þær skýringar á greiðslum til Jóns Ásgeirs að hann veiti fyrirtækinu ráðgjöf varðandi rekstur og stefnumótun. Þá hafi ráðgjöf hans reynst fyrirtækinu mikilvæg og gagnleg. Eignir Jóns Ásgeirs á heimsvísu verða kyrrsettar þangað til niðurstaða liggur fyrir í skaðabótamáli vegna Aurum Holdings sem þrotabú Glitnis höfðaði á hendur honum hér á landi. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stjórnarformaður 365 miðla sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Aurum Holding málið Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira