Sigraðist á sorginni í skóm látinnar móður garðar örn úlfarsson skrifar 1. júlí 2010 07:15 Margbæta þurfti gönguskó móður Guðrúnar Guðmundsdóttur áður en göngunni yfir Ísland lauk á Fonti á Langanesi um síðustu helgi. Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“ Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“
Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent