Lítið skeytt um Pakistan? 25. ágúst 2010 00:00 Neyðarástand Ástandið á flóðasvæðunum í Pakistan er hið versta sem sést hefur á hamfarasvæðum í áratugi, segir yfirmaður hjá UNICEF. NordicPhotos/AFP Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og daglegt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borginni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfirmaður neyðaráætlana hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálpar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjölfar hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðarleg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum staðið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætlað að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæðarinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráðabirgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilislausra hafi fengið athvarf í neyðarbúðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og daglegt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borginni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfirmaður neyðaráætlana hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálpar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjölfar hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðarleg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum staðið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætlað að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæðarinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráðabirgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilislausra hafi fengið athvarf í neyðarbúðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira