Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum verður áfram í 3. deild Evrópubikarsins eftir mótið á Möltu um helgina. Ísland lauk keppni í fjórða sæti og fékk 400 stig.
Margir keppendur náðu sér alls ekki á strik, til að mynda Bergur Ingi Pétursson sem gerði þrisvar sinnum ógilt í kúluvarpskeppninni þar sem hann þótti sigurstranglegur.
Íslenska liðið náðu þó mörgum góðum úrslitum. Danmörk og Búlgaría fara upp í 2. deildina en Kýpur lauk keppni í þriðja sæti.

