Handbolti

Á­tján ís­lensk mörk í stór­sigri Kolstad

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sigvaldi Björn skoraði þrjú mörk í kvöld.
Sigvaldi Björn skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Getty

Íslendingaliðið Kolstad vann öruggan sigur þegar liðið mætti Follo í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Íslendingar voru í stóru hlutverki hjá Kolstad í dag.

Fjórir Íslendingar eru á mála hjá Kolstad í norsku úrvalsdeildinni. Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson og einnig bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir.

Þeir létu heldur betur til sín taka. Arnór Snær varð markahæstur í liðinu með 8 mörk og bróðir hans Benedikt skoraði 6 mörk.  Sigvaldi Björn bætti þremur mörkum í sarpinn og Sveinn skoraði eitt mark en hann er fyrst og fremst varnarmaður.

Sigur Kolstad var öruggur. Liðið var 21-18 yfir eftir fyrri hálfleikinn en setti í fimmta gír í síðari hálfleik og vann að lokum 43-20 sigur.

Kolstad er í öðru sæti deildarinnar, er stigi á eftir Elverum en þessi tvö lið eru í sérflokki í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×