Telur Magma traustari bakhjarl en GGE 21. maí 2010 05:00 Magma Energy Magma Energy, félag skráð í Svíþjóð en með kanadískt félag að bakhjarli, eignast jarðvarmavirkjanirnar á Reykjanesi og Svartsengi samkvæmt samningi sem fyrir liggur um kaup á hlut Geysi Green Energy í HS Orku. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar á eftir að fjalla um málið og þingmaður VG vill að nefnd um erlenda fjárfestingu geri það einnig. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Skuldabréfið er hluti af greiðslu fyrir eignarhlut Reykjanesbæ í HS orku sem GGE keypti á síðasta ári. Þá fékk bærinn um 6,5 milljarða í peningum en 6,3 milljarða með skuldabréfi sem GGE átti að greiða upp árið 2016. Á dögunum gerðu Magma og GGE samning um að Magma eignaðist HS orku að öllu leyti. Samningurinn kallar á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að Magma taki að sér að borga af skuldabréfinu í stað GGE. Viðsemjandi GGE og þar með nýr eigandi HS orku er Magma Energy Sweden, fyrirtæki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Móðurfélagið er hins vegar skráð í Kanada og því utan EES. Árni Sigfússon segir að það sé móðurfélagið sem muni greiða Reykjanesbæ af skuldabréfinu. Árni býst við því að bænum berist fljótlega erindi um að samþykkja yfirtöku Magma á skuldabréfinu. Þá þurfi að láta meta áhættu bæjarins af þessari breytingu; hvort Magma Canada sé jafnsterkur skuldari og Geysir Green. „Ég hefði talið að Magma Canada væri miklu sterkri bakhjarl en GGE miðað við aðstæður í dag, segir Árni. Hann segir hugsanlegt að þetta mál verði á dagskrá bæjarráðsfundar næsta fimmtudag. Ef svo fer verði gerð tillaga um að afgreiða málið með því að leggja stöðu fyrirtækisins og áhættu bæjarins í mat óháðra sérfræðinga. Umrætt skuldabréf er metið á 5,5 milljarða króna að núvirði í efnahagsreikningi Reykjanesbæjar 2009 og vegur þyngra þar en allar fasteignir, bílar og tæki sem bærinn er eigandi að. Flestar fasteignir sem bærinn notar til að veita bæjarbúum þjónustu hafa verið seldar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og síðan teknar á leigu fyrir um milljarð króna á ári. Undanfarin ár hefur bærinn tapað miklu á rekstri sínum og þurft að ganga á eigið fé til að greiða afborganir og vexti. Neikvæð framlegð síðasta árs nam um 640 milljónum króna, þ.e. rekstrartapið fyrir afborganir og fjármagnskostnað. peturg@frettabladid.is Fréttir Innlent Orkumál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Skuldabréfið er hluti af greiðslu fyrir eignarhlut Reykjanesbæ í HS orku sem GGE keypti á síðasta ári. Þá fékk bærinn um 6,5 milljarða í peningum en 6,3 milljarða með skuldabréfi sem GGE átti að greiða upp árið 2016. Á dögunum gerðu Magma og GGE samning um að Magma eignaðist HS orku að öllu leyti. Samningurinn kallar á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að Magma taki að sér að borga af skuldabréfinu í stað GGE. Viðsemjandi GGE og þar með nýr eigandi HS orku er Magma Energy Sweden, fyrirtæki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Móðurfélagið er hins vegar skráð í Kanada og því utan EES. Árni Sigfússon segir að það sé móðurfélagið sem muni greiða Reykjanesbæ af skuldabréfinu. Árni býst við því að bænum berist fljótlega erindi um að samþykkja yfirtöku Magma á skuldabréfinu. Þá þurfi að láta meta áhættu bæjarins af þessari breytingu; hvort Magma Canada sé jafnsterkur skuldari og Geysir Green. „Ég hefði talið að Magma Canada væri miklu sterkri bakhjarl en GGE miðað við aðstæður í dag, segir Árni. Hann segir hugsanlegt að þetta mál verði á dagskrá bæjarráðsfundar næsta fimmtudag. Ef svo fer verði gerð tillaga um að afgreiða málið með því að leggja stöðu fyrirtækisins og áhættu bæjarins í mat óháðra sérfræðinga. Umrætt skuldabréf er metið á 5,5 milljarða króna að núvirði í efnahagsreikningi Reykjanesbæjar 2009 og vegur þyngra þar en allar fasteignir, bílar og tæki sem bærinn er eigandi að. Flestar fasteignir sem bærinn notar til að veita bæjarbúum þjónustu hafa verið seldar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og síðan teknar á leigu fyrir um milljarð króna á ári. Undanfarin ár hefur bærinn tapað miklu á rekstri sínum og þurft að ganga á eigið fé til að greiða afborganir og vexti. Neikvæð framlegð síðasta árs nam um 640 milljónum króna, þ.e. rekstrartapið fyrir afborganir og fjármagnskostnað. peturg@frettabladid.is
Fréttir Innlent Orkumál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira