Íslenski boltinn

Gunnleifur: Var heppinn að þeir skutu bara í mig

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Barátta í leiknum í kvöld.
Barátta í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Valli
“Í vítaspyrnukeppnum getur þetta dottið hvoru megin sem er. Ég var svo heppinn að velja rétt horn og þeir skutu bara í mig,” sagði hógvær Gunnleifur Gunnleifsson, hetja FH í bikarsigrinum á Blikum í kvöld. Gunnleifur varði þrjár vítaspyrnur, allar gríðarlega vel. “Ég er með tækni í vítum sem virkar stundum og stundum ekki,” sagði markmaðurinn sem var búinn að æfa sig sérstaklega í að taka vítaspyrnur fyrir leikinn, en ekki að verja þær. “Já ég hefði tekið spyrnu en ég meiddi mig aðeins í ökklanum í fyrri hálfleiknum,” sagði Gunnleifur kíminn. En hvað um leikinn? 

“Það er að kvikna á okkur, baráttan og neistinn. Við börðumst vel saman fyrir þessu.” Atli Guðnason tryggði FH sigurinn með síðustu spyrnunni. “Ég held að munurinn hafi legið í markmönnunum í dag, hann er alveg hrikalega góður. Þetta er bara 50/50, þeir gætu unnið næst ef við förum aftur í vítaspyrnukeppni,” sagði Atli. “Þetta eru tvö jöfn lið og gat dottið hvoru megin sem var.”

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×