Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir.
Tveir geðlæknar munu leggja yfirmat á geðrannsóknina. Dómari í málinu mun þó úrskurða endanlega um sakhæfi hans.
Brynjar Níelsson, hæstarréttarlögmaður, útskýrir hvað það þýðir að vera ósakhæfur og hvað verður um þann einstakling sem er talinn ósakhæfur í myndskeiðinu hér að ofan.