Gunnar: Valsmenn eiga mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 13:45 Gunnar Magnússon, þjálfara HK. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti