Íþróttamaður ársins útnefndur í 54. skiptið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2010 00:01 Ólafur Stefánsson var Íþróttamaður ársins í fyrra. Mynd/Stefán Íþróttamaður ársins 2009 verður valinn í kvöld á Grand Hótel Reykjavík og er þetta í 54. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja þann íþróttamann sem hefur skarað fram úr á árinu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Kjörinu verður lýst í kvöld klukkan 19.40 í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Áður en kjöri íþróttamanns ársins verður lýst mun ÍSÍ afhenda viðurkenningar til þeirra íþróttakarla og -kvenna hjá sérsamböndum sínum sem þótt hafa skarað fram úr á árinu 2009. Þetta verður í fimmtánda sinn sem Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ standa að sameiginlegri hátíð sem nær hápunkti þegar Íþróttamaður ársins 2009 verður útnefndur. Á aðfangadag var gefið út hvaða tíu íþróttamenn urðu efstir í kjörinu. Íþróttamaður ársins 2008, Ólafur Stefánsson, er einn af þremur á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins en Ólafur getur í kvöld orðið aðeins annar maðurinn í sögu kjörsins til þess að verða Íþróttamaður ársins í fjórða sinn. Hinir tveir á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþróttamenn ársins eru knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen (2004 og 2005) og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson (2007). Aðrir sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2009 eru Björgvin Páll Gústavsson (handbolti), Helena Sverrisdóttir (körfubolti), Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir), Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna), Jakob Jóhann Sveinsson (sund), Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) og Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna). Innlendar Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Sjá meira
Íþróttamaður ársins 2009 verður valinn í kvöld á Grand Hótel Reykjavík og er þetta í 54. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja þann íþróttamann sem hefur skarað fram úr á árinu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Kjörinu verður lýst í kvöld klukkan 19.40 í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Áður en kjöri íþróttamanns ársins verður lýst mun ÍSÍ afhenda viðurkenningar til þeirra íþróttakarla og -kvenna hjá sérsamböndum sínum sem þótt hafa skarað fram úr á árinu 2009. Þetta verður í fimmtánda sinn sem Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ standa að sameiginlegri hátíð sem nær hápunkti þegar Íþróttamaður ársins 2009 verður útnefndur. Á aðfangadag var gefið út hvaða tíu íþróttamenn urðu efstir í kjörinu. Íþróttamaður ársins 2008, Ólafur Stefánsson, er einn af þremur á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins en Ólafur getur í kvöld orðið aðeins annar maðurinn í sögu kjörsins til þess að verða Íþróttamaður ársins í fjórða sinn. Hinir tveir á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþróttamenn ársins eru knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen (2004 og 2005) og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson (2007). Aðrir sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2009 eru Björgvin Páll Gústavsson (handbolti), Helena Sverrisdóttir (körfubolti), Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir), Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna), Jakob Jóhann Sveinsson (sund), Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) og Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna).
Innlendar Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Sjá meira