
Nú er mál að linni
Í þá 15 mánuði sem deilan hefur staðið hefur það ekki gert íslenskum stjórnvöldum auðveldara fyrir að innanlands er hver höndin upp á móti annarri. Deilt er um hvort og þá hvaða ábyrgð íslenska ríkið beri á innistæðum í útibúum bankans í þessum löndum og svo er líka deilt um hvort og hvernig eigi að semja við bresk og hollensk stjórnvöld sem hafa þegar gengist í ábyrgðir gagnvart innistæðueigendum. Eins og í öllum milliríkjadeilum alls staðar í heiminum eru alltaf einhverjir sem sjá sér hag í því að hvetja til átaka frekar en samninga og vopnaðir réttlætisrökum reyna þeir að telja almenningi trú um að það muni skila árangri þegar til lengri tíma er litið. Hér eins og annars staðar eru þetta falsrök því eina leiðin til farsældar er að þjóðir rétt eins og einstaklingar lifi í sæmilegri sátt við sjálfa sig og aðra.
Tvær ríkisstjórnir og allnokkrir samningamenn hafa nú glímt við að leysa Icesave-málið á þessum 15 mánuðum og ennþá er það í uppnámi. Á þessum tíma hafa margir verið úthrópaðir sem vanhæfar liðleskjur af þeim sem standa álengdar og fylgjast með. Og enn eru gerð hróp að fólki. Að samningamönnum fyrir vanhæfni, að ríkisstjórninni fyrir blekkingar, að forsetanum fyrir að setja málið í uppnám, að In defence fyrir að blekkja fólk til undirritunar, að stjórnarandstöðunni fyrir afneitun og ábyrgðarleysi. Og svo er deilt um hver sagði hvað hvenær og hver bar ábyrgð á hverju hvenær. Allir á móti öllum.
Þegar Forseti Íslands ákvað að synja lögunum frá 30. des. staðfestingar reiddust stjórnarliðar en stjórnarandstæðingar kættust. Það er hvort tveggja skiljanlegt í ljósi umræðna undanfarinna vikna og mánaða. En er ekki kominn tími til að við reynum að semja um vopnahlé innanlands meðan við leiðum þessa erfiðu milliríkjadeilu til lykta? Það munu gefast næg tækifæri síðar til að taka upp innanlandsdeilurnar aftur ef menn svo kjósa. Núna verða stjórnarliðar að halda aftur af hugaræsingi sínum og stjórnarandstæðingar af meinfýsni sinni. Báðir aðilar vita sem er að það verður ekki undan því vikist að semja um lyktir deilunnar. Í því sambandi skiptir engu máli hvaða ríkisstjórn er við völd því stjórnvaldið er eitt og hið sama og verkefnin hverfa ekki þó skipt sé um flokka og fólk. Þetta ætti okkur að vera orðið ljóst. Ísland á nú þegar í fjármálakreppu og gengiskreppu og gæti staðið andspænis alvarlegri stjórnarfarskeppu ef ríkisstjórnin ákveður að standa eða falla með lögunum frá 30. desember. Það gæti orðið dýrkeypt - fyrir þjóðina alla.
Þess vegna eiga stjórn og stjórnarandstaða að slíðra sverðin og sameinast um að leiða samningamálin við Breta og Hollendinga til lykta. Skipa þarf pólitíska sátta- og samninganefnd og velja í hana fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Þessi nefnd leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái fullt umboð ríkisstjórnar og þingflokka til að semja fyrir Íslands hönd. En við megum engan tíma missa og þess vegna verður þetta að gerast strax. Hinn kosturinn er að samþykkja lögin frá 30. des í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar hætt við að aðdragandi þeirrar atkvæðagreiðslu og túlkun niðurstöðunnar myndi síst draga úr átökum heldur bætast í safn allra þeirra deilumála sem nú þegar geisa meðal þjóðarinnar. Og það sem við þurfum núna er friður og lausnir en ekki átök og orðaskak.
Höfundur er fyrrverandi utanríkisráðherra.
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar