Helgi í Góu: Hannes lifir lengur með okkur 28. október 2010 18:54 Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni. Hannes Þór kynntist móður drengsins, sem er frá Eistlandi, þegar hún var við störf hér á landi. Skömmu eftir að hann lést setti hún sig í samband við fjölskyldu Hannesar og færði þeim þessar fréttir. Búið er að staðfesta að Hannes sé faðir barnsins. Móðirin er nú heimsókn hér á landi hjá fjölskyldunni en faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson í Góu, er augljólega afar stoltur af litla afabarninu „Hann heitir Siimm," segir Helgi. „Maður getur varla sagt þetta. Ef hann hefði verið skírður hér ætli hann héti þá ekki Helgi eða Jón eða eitthvað," segir Helgi og hlær. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni afar erfiðir og þetta voru því gleðifréttir sem bárust frá Eistlandi. „Það er engin spurning að þetta eru mjög góðar og skemmtilegar fréttir. Það er mikið búið að og ég vil nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið," segir Helgi. Litli drengurinn og móðir hans verða hér landi næstu daga en svo er framtíðin óráðin. Nú styttist í að lögreglan ljúki rannsókn sinni á morðinu á Hannesi. Játning liggur fyrir og það sér fyrri endann á málinu. „Þessu líkur kannski aldrei hjá manni. Það má ekki gleyma því að það er hryllingur að lenda í svona og ég vona að það lendi engin í svonalöguðu," segir Helgi. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann verður viðstaddur réttarhöldin í málinu. „Þetta var það mikill hryllingur að hann getur ekkert orðið verri." Þeir feðgar Helgi og Hannes voru afar nánir og unnu meðal annars saman hjá fjölskyldurfyrirtækinu. Helgi vonar að Siimm litli verði líka stór hluti af fjölskyldunni. Hann sé ljós í myrkrinu. „Það er gaman að sjá þetta ljós og þá lifir hann með okkur lengur." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni. Hannes Þór kynntist móður drengsins, sem er frá Eistlandi, þegar hún var við störf hér á landi. Skömmu eftir að hann lést setti hún sig í samband við fjölskyldu Hannesar og færði þeim þessar fréttir. Búið er að staðfesta að Hannes sé faðir barnsins. Móðirin er nú heimsókn hér á landi hjá fjölskyldunni en faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson í Góu, er augljólega afar stoltur af litla afabarninu „Hann heitir Siimm," segir Helgi. „Maður getur varla sagt þetta. Ef hann hefði verið skírður hér ætli hann héti þá ekki Helgi eða Jón eða eitthvað," segir Helgi og hlær. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni afar erfiðir og þetta voru því gleðifréttir sem bárust frá Eistlandi. „Það er engin spurning að þetta eru mjög góðar og skemmtilegar fréttir. Það er mikið búið að og ég vil nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið," segir Helgi. Litli drengurinn og móðir hans verða hér landi næstu daga en svo er framtíðin óráðin. Nú styttist í að lögreglan ljúki rannsókn sinni á morðinu á Hannesi. Játning liggur fyrir og það sér fyrri endann á málinu. „Þessu líkur kannski aldrei hjá manni. Það má ekki gleyma því að það er hryllingur að lenda í svona og ég vona að það lendi engin í svonalöguðu," segir Helgi. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann verður viðstaddur réttarhöldin í málinu. „Þetta var það mikill hryllingur að hann getur ekkert orðið verri." Þeir feðgar Helgi og Hannes voru afar nánir og unnu meðal annars saman hjá fjölskyldurfyrirtækinu. Helgi vonar að Siimm litli verði líka stór hluti af fjölskyldunni. Hann sé ljós í myrkrinu. „Það er gaman að sjá þetta ljós og þá lifir hann með okkur lengur."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira