Mikilvægt að viðhalda einbeitingunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 06:00 Guðmundur Guðmundsson. Fréttablaðið Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir." Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira