Bakkavararbræður með opinn tékka 16. apríl 2010 04:00 Bakkavararbræður Nauðasamningar Bakkavarar voru samþykktir á síðasta hluthafafundi félagsins 26. mars síðastliðinn. Eftir hann áttu bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir ekkert í félaginu. Fréttablaðið/valli Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og félög tengd þeim virðast hafa haft ágætt aðgengi að lánsfé úr sjóðum Kaupþings, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skuldbindingar Existu og tengdra félaga fóru úr 193 milljörðum króna í byrjun árs 2007 í 308 milljarða í október ári síðar. Þetta jafngildir 59 prósenta hækkun á tæpum tveimur árum. Fram kemur í skýrslunni að tæpur helmingur fjárins hafi verið nýttur til endurfjármögnunar eldri lána. Síðustu tvö árin, eða frá 2007, fékk félagið iðulega framlengingu á lánum, skuldbreytingu, viðbótarlán eða aflétt veðum. Allt var það að þörfum Existu hverju sinni. Höfundar skýrslu rannsóknarnefndarinnar vitna til minnisblaðs Fjármálaeftirlitsins frá í nóvember 2008, mánuði eftir yfirtökuna á bönkunum öllum, að útlánaáhætta vegna Existu og Bakkavarar hafi ekki verið tengd saman þrátt fyrir náið eignarhald. Danski bankasérfræðingurinn Jørn Astrup Hansen gerir athugasemdir við lánveitinguna og segir hana ekki í samræmi við þær reglur sem gilda utan Íslands, svo sem í Danmörku. Eftir því sem næst verður komist er Lýður enn starfandi stjórnarformaður Existu, sem átti um fjórðungshlut í Kaupþingi fyrir hrun. Exista átti sömuleiðis meirihluta í alþjóðlega matvælaframleiðandanum Bakkavör Group, sem þeir bræður stofnuðu um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Antonious P. Yerolemous, einn helstu eigenda Bakkavarar, sat sömuleiðis í stjórn Kaupþings. Hann fékk nokkur hundruð milljóna evra lánafyrirgreiðslu hjá bankanum á sama tíma og eigið fé hans og fyrirtækis hans var neikvætt. Af öðrum lánum má nefna lánveitingar til Bakkavararbræðra vegna kaupa á skútu og lán til Lýðs upp á um 2,4 milljarða króna vegna kaupa á íbúðarhúsi í dýru hverfi í London í Bretlandi. Þetta er þó ekkert einsdæmi um lánveitingar til félaga tengdum þeim Ágústi og Lýði sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar er öðru fremur talið til að á sama tíma og aðgengi að lánsfé varð erfiðara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum lánaði bankinn Existu lán upp á þrjátíu milljarða króna í árslok 2007. Þetta var tíu milljörðum meira en félagið hafði farið fram á við lánanefnd bankans og virðist enginn hjá Existu hafa óskað eftir hærri fjárhæð, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Það sem meira var, lánið var víkjandi. Það þýðir að þeir sem veita slík lán mæta afgangi lendi lántakandi í greiðsluerfiðleikum og getur ekki greitt öllum sem kröfur eiga á hann. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og félög tengd þeim virðast hafa haft ágætt aðgengi að lánsfé úr sjóðum Kaupþings, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skuldbindingar Existu og tengdra félaga fóru úr 193 milljörðum króna í byrjun árs 2007 í 308 milljarða í október ári síðar. Þetta jafngildir 59 prósenta hækkun á tæpum tveimur árum. Fram kemur í skýrslunni að tæpur helmingur fjárins hafi verið nýttur til endurfjármögnunar eldri lána. Síðustu tvö árin, eða frá 2007, fékk félagið iðulega framlengingu á lánum, skuldbreytingu, viðbótarlán eða aflétt veðum. Allt var það að þörfum Existu hverju sinni. Höfundar skýrslu rannsóknarnefndarinnar vitna til minnisblaðs Fjármálaeftirlitsins frá í nóvember 2008, mánuði eftir yfirtökuna á bönkunum öllum, að útlánaáhætta vegna Existu og Bakkavarar hafi ekki verið tengd saman þrátt fyrir náið eignarhald. Danski bankasérfræðingurinn Jørn Astrup Hansen gerir athugasemdir við lánveitinguna og segir hana ekki í samræmi við þær reglur sem gilda utan Íslands, svo sem í Danmörku. Eftir því sem næst verður komist er Lýður enn starfandi stjórnarformaður Existu, sem átti um fjórðungshlut í Kaupþingi fyrir hrun. Exista átti sömuleiðis meirihluta í alþjóðlega matvælaframleiðandanum Bakkavör Group, sem þeir bræður stofnuðu um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Antonious P. Yerolemous, einn helstu eigenda Bakkavarar, sat sömuleiðis í stjórn Kaupþings. Hann fékk nokkur hundruð milljóna evra lánafyrirgreiðslu hjá bankanum á sama tíma og eigið fé hans og fyrirtækis hans var neikvætt. Af öðrum lánum má nefna lánveitingar til Bakkavararbræðra vegna kaupa á skútu og lán til Lýðs upp á um 2,4 milljarða króna vegna kaupa á íbúðarhúsi í dýru hverfi í London í Bretlandi. Þetta er þó ekkert einsdæmi um lánveitingar til félaga tengdum þeim Ágústi og Lýði sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar er öðru fremur talið til að á sama tíma og aðgengi að lánsfé varð erfiðara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum lánaði bankinn Existu lán upp á þrjátíu milljarða króna í árslok 2007. Þetta var tíu milljörðum meira en félagið hafði farið fram á við lánanefnd bankans og virðist enginn hjá Existu hafa óskað eftir hærri fjárhæð, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Það sem meira var, lánið var víkjandi. Það þýðir að þeir sem veita slík lán mæta afgangi lendi lántakandi í greiðsluerfiðleikum og getur ekki greitt öllum sem kröfur eiga á hann. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira