Fréttaskýring:Gengislán fyrir dómi stigur@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 05:30 Óvissunni um uppgjör gengistryggðu lánanna er enn ekki lokið og gæti jafnvel varað í vel á annað ár. Fréttablaðið/stefán Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeðferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hagstæðustu vexti Seðlabankans á lánstímanum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælunum og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræmist lögum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dómskerfinu að slík niðurstaða úr héraðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sammála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæstiréttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfðað vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans". Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingarinnar. Samtök atvinnulífsins skoruðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármálafyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeðferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hagstæðustu vexti Seðlabankans á lánstímanum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælunum og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræmist lögum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dómskerfinu að slík niðurstaða úr héraðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sammála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæstiréttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfðað vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans". Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingarinnar. Samtök atvinnulífsins skoruðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármálafyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira