Pétur Eyþórsson úr Ármanni varð í gær tvöfaldur Íslandsmeistari í glímu. Hann sigraði bæði í -90 kg flokki sem og í opnum flokki á meistaramótaröðinni.
Pétur Þórir Gunnarsson frá Mývatni vann þó bikarglímuna í gær en hann varð í öðru sæti í mótaröðinni.
Bikarglíman var æsispennandi en aðeins munaði hálfum vinningi á þrem efstu mönnum.
Snær Selja Þóroddsson tók bronsið í gær sem og í mótaröðinni.