Allir sem einn Jónína Michaelsdóttir skrifar 8. júní 2010 06:00 Þann 21. maí árið 1979, nokkrum dögum fyrir þingslit, ríkti sérstök stemning á löggjafarsamkomunni þegar fundur var settur í sameinuðu alþingi. Þingpallar voru þéttsetnir og mátti þar kenna nokkra nafntogaða menn. Í fréttamannastúkunni voru fleiri fréttamenn en maður átti að venjast og eftirvænting í loftinu. Í síðdegisblöðunum hafði þingmaður upplýst almenning um að fjármálaráðherra landsins yrði látinn svara til saka utan dagskrár þennan dag. Hafði hann tekið lán til bifreiðakaupa hjá ríkissjóði eða ekki? Ef mig misminnir ekki, var þetta í samræmi við nýjar reglur um hlunnindi ráðherra, og til þess gerðar að bifreiðin væri á þeirra ábyrgð, þótt reksturinn væri ríkisins. Hér var því ekki um lögbrot að ræða. Frést hafði að einn ráðherra hefði nýtt sér þetta, en ekki gefið upp hver það var. Þegar fundi var slitið í sameinuðu þingi, áttuðu menn sig á að uppákoman væri í efri deild, og þyrptust í stúkuna þar. Þingmaðurinn steig í pontu og útlistaði með tilþrifum erfiðleika sína við að fá upplýsingar um bílamál ráðherra, einkum hver hefði fengið þriggja milljón króna lán. Sagði að það væri með nokkrum trega að hann héldi uppi þessum málflutningi utan dagskrár, en það hefði verið krafa almennings í síðustu kosningum að spillingu á æðstu stöðum linnti. Hljómar þetta ekki dálítið kunnuglega? Fjármálaráðherra tók síðan til máls, rakti fríðindi ráðherra til bílakaupa á liðnum árum og benti á að þessar nýju reglur væru til þess gerðar að draga úr þeim. Um þetta hefði verið alger samstaða í ríkisstjórninni. Þegar hann hafði lokið máli sínu, stóðu þrír ráðherrar upp til að hreinsa sig af þeim ávirðingum, að þeir létu ríkið gera upp bifreiðar sínar fyrir háar upphæðir og seldu þær síðan. Svo var fundi slitið. Þetta vor hafði ríkisstjórnin lýst því yfir að efnahagslíf þjóðarinnar væri í rúst. Ekki hafði tekist að ná samstöðu í launa - og kjaramálum, sáttanefnd ekki tekist að leysa verkfallshnútinn og framhaldskólafrumvarpið beið eftir umræðu og afgreiðslu. Nokkrir dagar til þingslita, og bílafríðindi ráðherra er það sem vekur mestan áhuga hjá fréttamönnum og almenningi! Styrkir til frambjóðenda Frambjóðendur til alþingis og sveitarstjórna voru lengst af valdir til ábyrgðar í samræmi við skipulag eigin flokks eða hreyfingar. Gjarnan var reynt að láta listann endurspegla samfélagið á þann hátt, að innan hans væri að finna þekkingu og reynslu á sem flestum sviðum samfélagsins, sem og fólk á öllum aldri. Margir þeirra sem báru ábyrgð á uppstillingum á lista, fögnuðu því þegar prófkjörin komu til sögunnar. Bæði vegna þess að almennir flokksmenn völdu nú sjálfir þá fulltrúa sem þeir treystu, en einnig var talið að þessi tilhögun myndi skapa meiri hreyfingu á listunum og örari endurnýjun. Það hefur ekki gengið eftir. Auglýsingamennska tók völdin. Takist frambjóðendum ekki að kynna sig í fjölmiðlum, dregur það úr líkum á því að þeir komist áfram. Oftar en ekki man fólk aðeins eftir þeim sem það sér og les um í fjölmiðlum. Þess vegna hafa þekktir fjölmiðlamenn og listamenn forskot þegar kemur að prófkjörum. Ef vinir og stuðningsmenn venjulegra frambjóðenda hefðu ekki farið á stúfana og safnað fjármunum til að kynna þá, er ekki ólíklegt að flestir frambjóðendanna hefðu verið auðkýfingar eða ættingjar slíkra manna. Styrkir til frambjóðenda voru einkamál, en eru það ekki lengur, og á því nærast nú lýðskrumarar og pólitískir trúboðar. Upphæðin skiptir ekki máli Ef stjórnmálamenn sem þáðu styrki þegar það var almennt viðurkennd leið til að koma sér á framfæri, eru allt í einu orðnir óþægilegir í nafni heiðarleikans og ýtt við þeim bæði í eigin flokki, bloggfærslum og fjölmiðlum, þá verður að ganga alla leið. Ef sá sem fær tuttugu og fjórar milljónir gefins, fyrst og fremst af því að hann er vinsæll og honum er treyst, og sú sem fær sjö eða átta milljónir af sömu ástæðu, eiga að víkja, þá eiga allir að víkja sem þáðu styrki. Allir sem einn. Upphæðin skiptir ekki máli. Það þýðir ekkert að stæra sig af að hafa aðeins þegið fimm hundruð þúsund eða milljón. Annað hvort er þetta ekki liðið, og þá verða allir að standa upp, eða leggja niður þetta tal. Eða eins og litla stelpan sagði um árið: Ef þú stelur tíu krónum ertu alveg jafn mikill þjófur og sá sem stelur meiru". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Þann 21. maí árið 1979, nokkrum dögum fyrir þingslit, ríkti sérstök stemning á löggjafarsamkomunni þegar fundur var settur í sameinuðu alþingi. Þingpallar voru þéttsetnir og mátti þar kenna nokkra nafntogaða menn. Í fréttamannastúkunni voru fleiri fréttamenn en maður átti að venjast og eftirvænting í loftinu. Í síðdegisblöðunum hafði þingmaður upplýst almenning um að fjármálaráðherra landsins yrði látinn svara til saka utan dagskrár þennan dag. Hafði hann tekið lán til bifreiðakaupa hjá ríkissjóði eða ekki? Ef mig misminnir ekki, var þetta í samræmi við nýjar reglur um hlunnindi ráðherra, og til þess gerðar að bifreiðin væri á þeirra ábyrgð, þótt reksturinn væri ríkisins. Hér var því ekki um lögbrot að ræða. Frést hafði að einn ráðherra hefði nýtt sér þetta, en ekki gefið upp hver það var. Þegar fundi var slitið í sameinuðu þingi, áttuðu menn sig á að uppákoman væri í efri deild, og þyrptust í stúkuna þar. Þingmaðurinn steig í pontu og útlistaði með tilþrifum erfiðleika sína við að fá upplýsingar um bílamál ráðherra, einkum hver hefði fengið þriggja milljón króna lán. Sagði að það væri með nokkrum trega að hann héldi uppi þessum málflutningi utan dagskrár, en það hefði verið krafa almennings í síðustu kosningum að spillingu á æðstu stöðum linnti. Hljómar þetta ekki dálítið kunnuglega? Fjármálaráðherra tók síðan til máls, rakti fríðindi ráðherra til bílakaupa á liðnum árum og benti á að þessar nýju reglur væru til þess gerðar að draga úr þeim. Um þetta hefði verið alger samstaða í ríkisstjórninni. Þegar hann hafði lokið máli sínu, stóðu þrír ráðherrar upp til að hreinsa sig af þeim ávirðingum, að þeir létu ríkið gera upp bifreiðar sínar fyrir háar upphæðir og seldu þær síðan. Svo var fundi slitið. Þetta vor hafði ríkisstjórnin lýst því yfir að efnahagslíf þjóðarinnar væri í rúst. Ekki hafði tekist að ná samstöðu í launa - og kjaramálum, sáttanefnd ekki tekist að leysa verkfallshnútinn og framhaldskólafrumvarpið beið eftir umræðu og afgreiðslu. Nokkrir dagar til þingslita, og bílafríðindi ráðherra er það sem vekur mestan áhuga hjá fréttamönnum og almenningi! Styrkir til frambjóðenda Frambjóðendur til alþingis og sveitarstjórna voru lengst af valdir til ábyrgðar í samræmi við skipulag eigin flokks eða hreyfingar. Gjarnan var reynt að láta listann endurspegla samfélagið á þann hátt, að innan hans væri að finna þekkingu og reynslu á sem flestum sviðum samfélagsins, sem og fólk á öllum aldri. Margir þeirra sem báru ábyrgð á uppstillingum á lista, fögnuðu því þegar prófkjörin komu til sögunnar. Bæði vegna þess að almennir flokksmenn völdu nú sjálfir þá fulltrúa sem þeir treystu, en einnig var talið að þessi tilhögun myndi skapa meiri hreyfingu á listunum og örari endurnýjun. Það hefur ekki gengið eftir. Auglýsingamennska tók völdin. Takist frambjóðendum ekki að kynna sig í fjölmiðlum, dregur það úr líkum á því að þeir komist áfram. Oftar en ekki man fólk aðeins eftir þeim sem það sér og les um í fjölmiðlum. Þess vegna hafa þekktir fjölmiðlamenn og listamenn forskot þegar kemur að prófkjörum. Ef vinir og stuðningsmenn venjulegra frambjóðenda hefðu ekki farið á stúfana og safnað fjármunum til að kynna þá, er ekki ólíklegt að flestir frambjóðendanna hefðu verið auðkýfingar eða ættingjar slíkra manna. Styrkir til frambjóðenda voru einkamál, en eru það ekki lengur, og á því nærast nú lýðskrumarar og pólitískir trúboðar. Upphæðin skiptir ekki máli Ef stjórnmálamenn sem þáðu styrki þegar það var almennt viðurkennd leið til að koma sér á framfæri, eru allt í einu orðnir óþægilegir í nafni heiðarleikans og ýtt við þeim bæði í eigin flokki, bloggfærslum og fjölmiðlum, þá verður að ganga alla leið. Ef sá sem fær tuttugu og fjórar milljónir gefins, fyrst og fremst af því að hann er vinsæll og honum er treyst, og sú sem fær sjö eða átta milljónir af sömu ástæðu, eiga að víkja, þá eiga allir að víkja sem þáðu styrki. Allir sem einn. Upphæðin skiptir ekki máli. Það þýðir ekkert að stæra sig af að hafa aðeins þegið fimm hundruð þúsund eða milljón. Annað hvort er þetta ekki liðið, og þá verða allir að standa upp, eða leggja niður þetta tal. Eða eins og litla stelpan sagði um árið: Ef þú stelur tíu krónum ertu alveg jafn mikill þjófur og sá sem stelur meiru".
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun