Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 22:14 Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi. Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira