Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 22:14 Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi. Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki