Íslenski boltinn

Halldór mætir sínum gömlu félögum í fyrsta leiknum með Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Kristinn Halldórsson í Valsbúningnum.
Halldór Kristinn Halldórsson í Valsbúningnum. Mynd/Heimasíða Vals

Það er búið að skipta liðunum upp í riðla á Reykjavíkurmótinu 2011 hjá meistaraflokki karla en níu félög taka þátt í mótinu sem hefst um miðjan janúar.

Áætlað er að keppni í karlaflokki hefjist 13. janúar en hjá konunum 22. janúar en það má finna drög að niðurröðun inn á heimasíðu KSÍ.

KR hefur unnið Reykjavíkurmeistaratititlinn undanfarin tvö ár en liðin sem léku til úrslita í ár, KR og Víkingur, eru saman í A-riðli. KR er líka með Fylki í riðli en KR vann sigur á Fylki í úrslitaleiknum 2009.

Fram og Valur eru saman í B-riðli og þar vekur athygli að Halldór Kristinn Halldórsson, fyrrum fyrirliði Leiknis og nýorðinn Valsmaður, þarf ekki að bíða lengi eftir að mæta sínum gömlu félögum.

Fyrsti opinberi leikur hans með Valsliðinu gæti nefnilega verið fyrsti leikur liðanna á Reykjavíkurmótinu sem hefur verið settur á föstudaginn 21. janúar í Egilshöll.

Riðlarnir á Reykjavíkurmóti karla 2010:

A-riðill

KR

Fylkir

Víkingur R.

Fjölnir

ÍR

B-riðill

Fram

Valur

Leiknir R.

Þróttur R.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×