Umfjöllun : Þrautseigar Blikastúlkur kláruðu KR-konur Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2010 23:34 Blikinn Harpa Þorsteinsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira