Hærra og lægra en meðaltal OECD í margvíslegum samanburði 29. desember 2010 05:00 Heildarkostnaður við rekstur grunnskólastigsins er mestur á Íslandi í samanburði OECD. Er hann 54% hærri en meðaltalið. Á Íslandi voru 10 grunnskólabörn á hvern kennara árið 2008 og er það lægsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 16,4. Meðalstærð bekkja er lítil hér á landi eða 18 nemendur í bekk en samsvarandi meðaltal OECD er 21,7. Heildartími sem nemendur, 7-14 ára, fá í kennslu hér á landi er nálægt miðgildi OECD landa. Heildarkennslutími kennara er fremur stuttur hér miðað við hin OECD löndin eða 641 klukkustundir í samanburði við 786 klukkustunda meðaltal OECD. Hlutfall kennslutíma af heildarvinnutíma kennara er mjög lágt hér á landi eða 34,7% en er að meðaltali 47,4% innan OECD. Laun kennara eru lág hér á landi í samanburði við önnur OECD lönd. Að teknu tilliti til kaupmáttar eru byrjunarlaun grunnskólakennara hér á landi 84% af meðallaunum innan OECD, sé horft til launa miðað við 15 ára starfsreynslu voru laun kennara á Íslandi 69% af meðallaunum kennara innan OECD. Kostnaður við grunnskóla hefur aukist mjög undanfarin ár. Kostnaður við rekstur grunnskóla jókst úr 43 milljörðum árið 2003 í 52 milljarða árið 2008 eða um 24% (uppreiknað á verðlagi 2008). Kostnaður við hvern nemanda jókst um 24,5% á árunum 2004-2008. Á sama tíma fjölgar kennurum um 7,9% en öðru starfsfólki um 4,8%. Heildarvinnutími grunnskólakennara á ári hér á landi er nokkuð lengri en annars staðar. Hins vegar er hlutfall vinnutímans sem fer til kennslu nemenda lágt. Sú staðreynd kallar á mun fleiri kennara hérlendis til þess að uppfylla sambærilega kennsluþörf. Á árunum 2003-2008 fækkaði nemendum grunnskóla um 3%, stöðugildum grunnskólakennara fjölgaði um 13% og annars starfsfólks um 6,4%. Á sama tíma fjölgaði framhaldsskólanemendum um 17%, kennurum í framhaldsskólum fjölgaði um 16% og fjöldi annars starfsfólks framhaldsskólanna stóð nánast í stað. Úr greinargerð vinnuhóps um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Heildarkostnaður við rekstur grunnskólastigsins er mestur á Íslandi í samanburði OECD. Er hann 54% hærri en meðaltalið. Á Íslandi voru 10 grunnskólabörn á hvern kennara árið 2008 og er það lægsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 16,4. Meðalstærð bekkja er lítil hér á landi eða 18 nemendur í bekk en samsvarandi meðaltal OECD er 21,7. Heildartími sem nemendur, 7-14 ára, fá í kennslu hér á landi er nálægt miðgildi OECD landa. Heildarkennslutími kennara er fremur stuttur hér miðað við hin OECD löndin eða 641 klukkustundir í samanburði við 786 klukkustunda meðaltal OECD. Hlutfall kennslutíma af heildarvinnutíma kennara er mjög lágt hér á landi eða 34,7% en er að meðaltali 47,4% innan OECD. Laun kennara eru lág hér á landi í samanburði við önnur OECD lönd. Að teknu tilliti til kaupmáttar eru byrjunarlaun grunnskólakennara hér á landi 84% af meðallaunum innan OECD, sé horft til launa miðað við 15 ára starfsreynslu voru laun kennara á Íslandi 69% af meðallaunum kennara innan OECD. Kostnaður við grunnskóla hefur aukist mjög undanfarin ár. Kostnaður við rekstur grunnskóla jókst úr 43 milljörðum árið 2003 í 52 milljarða árið 2008 eða um 24% (uppreiknað á verðlagi 2008). Kostnaður við hvern nemanda jókst um 24,5% á árunum 2004-2008. Á sama tíma fjölgar kennurum um 7,9% en öðru starfsfólki um 4,8%. Heildarvinnutími grunnskólakennara á ári hér á landi er nokkuð lengri en annars staðar. Hins vegar er hlutfall vinnutímans sem fer til kennslu nemenda lágt. Sú staðreynd kallar á mun fleiri kennara hérlendis til þess að uppfylla sambærilega kennsluþörf. Á árunum 2003-2008 fækkaði nemendum grunnskóla um 3%, stöðugildum grunnskólakennara fjölgaði um 13% og annars starfsfólks um 6,4%. Á sama tíma fjölgaði framhaldsskólanemendum um 17%, kennurum í framhaldsskólum fjölgaði um 16% og fjöldi annars starfsfólks framhaldsskólanna stóð nánast í stað. Úr greinargerð vinnuhóps um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla.
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira