Glitnir kyrrsetur lúxusbíla Jóns Ásgeirs 1. júlí 2010 03:30 Jón Ásgeir Jóhannesson Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðastliðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetningarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leituðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var samband við Gest Jónsson hrl. sem kvaðst ekki vera umboðsmaður gerðarþola í kyrrsetningarmáli þessu," segir í gerðarbók. Meðal kyrrsettu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einnig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðastliðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetningarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leituðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var samband við Gest Jónsson hrl. sem kvaðst ekki vera umboðsmaður gerðarþola í kyrrsetningarmáli þessu," segir í gerðarbók. Meðal kyrrsettu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einnig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar
Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira