Eygló Harðardóttir: Ekki stórasta landið Eygló Harðardóttir skrifar 24. apríl 2010 10:29 Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær. Á undanförnum árum höfum við aldrei stoppað og spurt okkur sjálf hvað það er nákvæmlega sem smáríki getur gert. Getur smáríki leyft bönkum að opna útibú erlendis? Getur smáríki leyft sér að vera með kauphöll og hlutabréfamarkað? Getur smáríki sinnt þeim skuldbindingum sem aðild að ESB og jafnvel EES felur í sér? Þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994 urðu miklar breytingar á lagaumhverfinu á Íslandi, ekki hvað síst á starfsháttum fjármálafyrirtækja. Með aðild að EES skuldbundum við okkur til að taka upp ýmsar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins. Oft hefur verið fullyrt að okkur sé skylt að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins beint og engar undanþágur séu frá því. Það er ekki alls kostar rétt, því fjölmargar tilskipanir Evrópusambandsins fela aðeins í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum reglum. Í samanburði rannsóknarnefndarinnar á innleiðingu löggjafar ESB hérlendis og í öðrum löndum segir að munurinn liggi helst í því að við virðumst hafa innleitt löggjöf ESB orðrétt og gagnrýnislaust. Engar strangari reglur voru settar hér og engar séraðlaganir voru að íslenskum aðstæðum. Í öllum hinum löndunum mátti finna einhvers konar séraðlaganir, strangari reglur sem endurspegluðu reynslu viðkomandi landa af fyrri efnahagsáföllum og þekkingu á eigin samfélagi. Af hverju var það svo? Almenna söguskýringin virðist vera að svona hafi menn bara viljað hafa þetta. Opna allar gáttir, sleppa öllu lausu og láta frjálshyggjuna ríða röftum. Myndin er að mínu mati aðeins flóknari. Flestir eru nú á einu máli að setja þurfi skýrari reglur og koma böndum á markaðsöflin. Samt erum við enn í dag að innleiða löggjöf ESB nánast beint inn í íslensk lög. Lítil vinna fer í að bera saman lagafrumvörp okkar við löggjöf nágrannalandanna og enginn virðist hafa tíma til að spyrja grundvallarspurninga um hvað smæð landsins leyfir okkur að gera og hvað ekki. Flækjustig í löggjöf og stjórnsýslu í nútímasamfélagi er mjög mikið og sem dæmi hafa ráðherrar á núverandi löggjafarþingi lagt fram tæplega 150 frumvörp. Á Alþingi starfa 12 fastanefndir og verkefnum nefndanna sinna 9 nefndarritarar og þar af sinna tveir þeirra aðeins fjárlaganefnd. Nefndarritarar sinna jafnframt þingmannamálum og eiga að vera þingmönnum til aðstoðar við að leggja fram frumvörp og þingsályktanir og öllum má ljóst vera að nefndarsviðið er verulega undirmannað. Staðan er ekki betri í ráðuneytunum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að stjórnkerfið, hvort heldur er ráðuneytin eða Alþingi, hefur ekki ráðið við þau gríðarlegu verkefni sem m.a. fylgdi aðildinni að EES. Við sáum ekki veikleika okkar og forgangsröðuðum því ekki. Við gerðum aldrei upp við okkur hvaða verkefni við töldum nauðsynlegt að leysa á eigin spýtur, sem sjálfstæð þjóð og hvaða verkefnum við gætum betur sinnt í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar? Við þurfum að forgangsraða og horfast í augu við veikleika okkar. Aðeins þannig getur eitt litlasta land í heimi dafnað um ókomna framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær. Á undanförnum árum höfum við aldrei stoppað og spurt okkur sjálf hvað það er nákvæmlega sem smáríki getur gert. Getur smáríki leyft bönkum að opna útibú erlendis? Getur smáríki leyft sér að vera með kauphöll og hlutabréfamarkað? Getur smáríki sinnt þeim skuldbindingum sem aðild að ESB og jafnvel EES felur í sér? Þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994 urðu miklar breytingar á lagaumhverfinu á Íslandi, ekki hvað síst á starfsháttum fjármálafyrirtækja. Með aðild að EES skuldbundum við okkur til að taka upp ýmsar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins. Oft hefur verið fullyrt að okkur sé skylt að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins beint og engar undanþágur séu frá því. Það er ekki alls kostar rétt, því fjölmargar tilskipanir Evrópusambandsins fela aðeins í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum reglum. Í samanburði rannsóknarnefndarinnar á innleiðingu löggjafar ESB hérlendis og í öðrum löndum segir að munurinn liggi helst í því að við virðumst hafa innleitt löggjöf ESB orðrétt og gagnrýnislaust. Engar strangari reglur voru settar hér og engar séraðlaganir voru að íslenskum aðstæðum. Í öllum hinum löndunum mátti finna einhvers konar séraðlaganir, strangari reglur sem endurspegluðu reynslu viðkomandi landa af fyrri efnahagsáföllum og þekkingu á eigin samfélagi. Af hverju var það svo? Almenna söguskýringin virðist vera að svona hafi menn bara viljað hafa þetta. Opna allar gáttir, sleppa öllu lausu og láta frjálshyggjuna ríða röftum. Myndin er að mínu mati aðeins flóknari. Flestir eru nú á einu máli að setja þurfi skýrari reglur og koma böndum á markaðsöflin. Samt erum við enn í dag að innleiða löggjöf ESB nánast beint inn í íslensk lög. Lítil vinna fer í að bera saman lagafrumvörp okkar við löggjöf nágrannalandanna og enginn virðist hafa tíma til að spyrja grundvallarspurninga um hvað smæð landsins leyfir okkur að gera og hvað ekki. Flækjustig í löggjöf og stjórnsýslu í nútímasamfélagi er mjög mikið og sem dæmi hafa ráðherrar á núverandi löggjafarþingi lagt fram tæplega 150 frumvörp. Á Alþingi starfa 12 fastanefndir og verkefnum nefndanna sinna 9 nefndarritarar og þar af sinna tveir þeirra aðeins fjárlaganefnd. Nefndarritarar sinna jafnframt þingmannamálum og eiga að vera þingmönnum til aðstoðar við að leggja fram frumvörp og þingsályktanir og öllum má ljóst vera að nefndarsviðið er verulega undirmannað. Staðan er ekki betri í ráðuneytunum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að stjórnkerfið, hvort heldur er ráðuneytin eða Alþingi, hefur ekki ráðið við þau gríðarlegu verkefni sem m.a. fylgdi aðildinni að EES. Við sáum ekki veikleika okkar og forgangsröðuðum því ekki. Við gerðum aldrei upp við okkur hvaða verkefni við töldum nauðsynlegt að leysa á eigin spýtur, sem sjálfstæð þjóð og hvaða verkefnum við gætum betur sinnt í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar? Við þurfum að forgangsraða og horfast í augu við veikleika okkar. Aðeins þannig getur eitt litlasta land í heimi dafnað um ókomna framtíð.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar