Þingmenn funduðu með rannsóknarnefndinni 13. apríl 2010 12:48 Frá fundi þingmannanefndarinnar í morgun. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm og hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem sýndu vanrækslu í störfum sínum. Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hélt sinn fyrsta fund eftir útkomu skýrslunnar í morgun. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem hún telur nauðsynlegar í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Þá ákveður nefndin hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Nefndin hefur umboð fram til loka þessa þings til að birta niðurstöður sínar. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði hins vegar í fréttum í gær að nefndin muni kynna niðurstöður sínar í einstökum málum um leið og þær liggi fyrir. Á fundinn mættu nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. „Við vorum að dýpka þekkingu og skilning okkar á skýrslunni,“ segir Magnús Orri og bætir við að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við fórum yfir eintaka kafla og ræddum þá hluti sem við ætlum að skoða nánar og hvernig við viljum skipta með okkar verkum. Þetta var afar fróðlegur og upplýsandi fundur með þessu ágæta fólki sem hefur unnið þrekvirki,“ segir Magnús. Hann vill ekki greina frá því hvort rætt hafi verið um hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem rannsóknarnefndin segir að hafi sýnt vanrækslu í störfum sínum. Hann vísar á formann nefndarinnar í því samhengi. Þingmannanefndin kemur aftur saman næstkomandi föstudag. Á fundinn koma bæði Páll og Tryggvi en Sigríður heldur af landi brott í vikunni og því verður hún ekki meða, gesta á þeim fundi. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm og hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem sýndu vanrækslu í störfum sínum. Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hélt sinn fyrsta fund eftir útkomu skýrslunnar í morgun. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem hún telur nauðsynlegar í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Þá ákveður nefndin hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Nefndin hefur umboð fram til loka þessa þings til að birta niðurstöður sínar. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði hins vegar í fréttum í gær að nefndin muni kynna niðurstöður sínar í einstökum málum um leið og þær liggi fyrir. Á fundinn mættu nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. „Við vorum að dýpka þekkingu og skilning okkar á skýrslunni,“ segir Magnús Orri og bætir við að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við fórum yfir eintaka kafla og ræddum þá hluti sem við ætlum að skoða nánar og hvernig við viljum skipta með okkar verkum. Þetta var afar fróðlegur og upplýsandi fundur með þessu ágæta fólki sem hefur unnið þrekvirki,“ segir Magnús. Hann vill ekki greina frá því hvort rætt hafi verið um hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem rannsóknarnefndin segir að hafi sýnt vanrækslu í störfum sínum. Hann vísar á formann nefndarinnar í því samhengi. Þingmannanefndin kemur aftur saman næstkomandi föstudag. Á fundinn koma bæði Páll og Tryggvi en Sigríður heldur af landi brott í vikunni og því verður hún ekki meða, gesta á þeim fundi.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32