Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím 16. nóvember 2010 14:14 Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: Lánveitingar til félagsins Stím hf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. Lánveitingar til fasteignafélagsins Stoða (Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni (TR). Þetta kemur fram í tilkynningu frá sérstökum saksóknara. Þar segir að til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Um er að tefla verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns og fjölmörgum tilvikum. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara annarsvegar með kærum frá Fjármálaeftirlitinu og hinsvegar með tilkynningu frá skilanefnd Glitnis á þessu ári en málin hafa verið til meðferðar síðan. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit á 10 stöðum samtímis í morgun en alls voru framkvæmdar 16 húsleitir vegna rannsóknar málsins að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málunum hófust á sama tíma og standa enn. Alls tóku um 70 manns þátt í aðgerðunum. Auk starfsmanna embættisins tóku þátt lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans, lögreglustjóranum á Akureyri, lögreglustjóranum á Hvolsvelli auk starfsmanna frá Fjármálaeftirlitinu. Aurum Holding málið Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: Lánveitingar til félagsins Stím hf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. Lánveitingar til fasteignafélagsins Stoða (Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni (TR). Þetta kemur fram í tilkynningu frá sérstökum saksóknara. Þar segir að til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Um er að tefla verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns og fjölmörgum tilvikum. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara annarsvegar með kærum frá Fjármálaeftirlitinu og hinsvegar með tilkynningu frá skilanefnd Glitnis á þessu ári en málin hafa verið til meðferðar síðan. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit á 10 stöðum samtímis í morgun en alls voru framkvæmdar 16 húsleitir vegna rannsóknar málsins að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málunum hófust á sama tíma og standa enn. Alls tóku um 70 manns þátt í aðgerðunum. Auk starfsmanna embættisins tóku þátt lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans, lögreglustjóranum á Akureyri, lögreglustjóranum á Hvolsvelli auk starfsmanna frá Fjármálaeftirlitinu.
Aurum Holding málið Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57
Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03
Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53
Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12