Margir mánuðir í að Illugi snúi aftur á þing Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2010 18:48 Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi. Hinn 20. febrúar 2007 var Illugi skipaður í stjórn Glitnis sjóða og var stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins og þar segir að raunverulegar fjárfestingar hafi ekki verið í nokkru samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu. Í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis ákvað að vísa málum tengdum peningamarkaðssjóðunum til ríkissaksóknara sem vísaði málinu áfram til sérstaks saksóknara ákvað Illugi hinn 16. apríl síðastliðinn að taka sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn á málefnum sjóða Glitnis stæði yfir. Illugi var framsögumaður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun. Hann segir óvíst hvenær hann taki sæti á þingi og segist ekki hafa reynt að ýta á að rannsókn á sjóði 9 verði flýtt. Illugi, þú tókst þér leyfi frá þingstörfum, hver er staðan á þessari rannsókn? „Nú veit ég það ekki. Þetta var prinsipp ákvörðun hjá mér að þegar það var tekin ákvörðun að senda mál peningamarkaðssjóðanna allra, samkvæmt tillögu rannsóknarnefndar Alþingis, til sérstaks saksóknara til skoðunar þá taldi ég að það væri rétt að ég myndi víkja frá á meðan. Ég bíð eftir því og vona að það gangi sem hraðast. Ég vil auðvitað, og vænti þess, að það verði farið vel yfir þessi mál þannig að þetta liggi allt skýrt fyrir því ég vil ekki hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en þessi mál eru öll frágengin þannig að það leiki enginn vafi á mínum störfum í þágu almennings," segir Illugi Gunnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er rannsókn á málefnum peningamarkaðssjóðanna á frumstigi. Það gætu því verið margir mánuðir í að rannsókninni ljúki. Þá fengust þær upplýsingar að Illugi hefði ekki með neinum hætti reynt að hafa áhrif á hraða eða framvindu rannsóknarinnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi. Hinn 20. febrúar 2007 var Illugi skipaður í stjórn Glitnis sjóða og var stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins og þar segir að raunverulegar fjárfestingar hafi ekki verið í nokkru samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu. Í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis ákvað að vísa málum tengdum peningamarkaðssjóðunum til ríkissaksóknara sem vísaði málinu áfram til sérstaks saksóknara ákvað Illugi hinn 16. apríl síðastliðinn að taka sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn á málefnum sjóða Glitnis stæði yfir. Illugi var framsögumaður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun. Hann segir óvíst hvenær hann taki sæti á þingi og segist ekki hafa reynt að ýta á að rannsókn á sjóði 9 verði flýtt. Illugi, þú tókst þér leyfi frá þingstörfum, hver er staðan á þessari rannsókn? „Nú veit ég það ekki. Þetta var prinsipp ákvörðun hjá mér að þegar það var tekin ákvörðun að senda mál peningamarkaðssjóðanna allra, samkvæmt tillögu rannsóknarnefndar Alþingis, til sérstaks saksóknara til skoðunar þá taldi ég að það væri rétt að ég myndi víkja frá á meðan. Ég bíð eftir því og vona að það gangi sem hraðast. Ég vil auðvitað, og vænti þess, að það verði farið vel yfir þessi mál þannig að þetta liggi allt skýrt fyrir því ég vil ekki hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en þessi mál eru öll frágengin þannig að það leiki enginn vafi á mínum störfum í þágu almennings," segir Illugi Gunnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er rannsókn á málefnum peningamarkaðssjóðanna á frumstigi. Það gætu því verið margir mánuðir í að rannsókninni ljúki. Þá fengust þær upplýsingar að Illugi hefði ekki með neinum hætti reynt að hafa áhrif á hraða eða framvindu rannsóknarinnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira