Sigurjón Þ. vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" 12. apríl 2010 16:36 Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" þ.e. Landsbankanum um mitt ár 2008. Ræddi hann meðal annars þennan möguleika við Kjartan Gunnarsson varaformann stjórnar bankans. Í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um þetta segir að um mitt ár 2008 hafði Actavis ekki gengið sem skyldi og því var hætta á að eiginfjárhlutföll gætu fallið niður fyrir umsamin lágmörk fyrir lánum Deutsche Bank. Því leitaði aðaleigandi Actavis, Björgólfur Thor Björgólfsson, til Landsbankans um lánafyrirgreiðslu til þess að koma í veg fyrir að Deutsche Bank gjaldfelldi lán á Actavis. Samkvæmt lánasamningi dagsettum 25. júní 2008 átti Landsbanki Íslands í Lúxemborg að veita félaginu BeeTeeBee Ltd. 50 milljóna evra lán með fullri ábyrgð Landsbankans hf. BeeTeeBee Ltd. var félag í eigu Björgólfs Thors með aðsetur á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þremur mánuðum síðar, nánar tiltekið 30. september, var svo bætt við þennan lánasamning og lánið hækkað upp í 153 milljónir evra. Sá samningur var undirritaður af Tómasi O. Hanssyni fyrir hönd lánþega og Marinó Frey Sigurjónssyni fyrir hönd lánveitanda. Samkvæmt Sigurjóni Þ. Árnasyni var þetta lán veitt til BeeTeeBee til að félagið gæti lánað Actavis víkjandi langtímalán til að mæta kröfu Deutsche Bank um aukið eigið fé inn í félagið. Samkvæmt ábyrgðarsamningi dagsettum 30. september 2008 tók Landsbankinn veð í Novator Telecom Poland S.a.r.l. fyrir láninu. Því til viðbótar fékk Landsbankinn Björgólf Thor til að leggja fram ábyrgð Givenshire Equities S.a.r.l. félagsins fyrir skuldbindingum Björgólfs Guðmundssonar vegna sjálfskuldarábyrgðar á skuldbindingum Grettis Eignarhaldsfélags. Givenshire Equities S.a.r.l. hélt utan um eignarhlut Björgólfs í Samson eignarhaldsfélaginu. Sigurjón Þ. Árnason lýsti þessu svo í skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: „Þá endar það þannig að það er þarna í síðustu vikunni, eitthvað svoleiðis, þá endar það þannig að við lánum Björgólfi Thor af okkar pening til þess að hann geti staðið við ákveðna hluti í Actavis, gegn því að hann láti okkur fá veð í seinni hlutanum í, láti pabba sinn fá veð, sem sagt, til þess að láta okkur fá þannig að Landsbankinn sé kominn með 100% veð í Samsoneignarhaldsfélagi. ....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir." Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis spurði Kjartan út í það samtal í skýrslutöku fyrir nefndinni sagði hann: „Já, ég kannast við að það hafi margt verið rætt við mig, og margt á þessum dögum, um marga hluti. En ég væri sem sagt að segja meira en ég treysti mér til þess að standa við ef ég fullyrti að hann hefði nákvæmlega sagt þetta. En ég kannast við nafnið á félögunum og kannast við þennan svona … þessa pakka alla." Hið 153 milljóna evra lán til BeeTeeBee Ltd. var flutt ásamt öðrum lánum frá Lúxemborg til Landsbankans á Íslandi í byrjun október. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" þ.e. Landsbankanum um mitt ár 2008. Ræddi hann meðal annars þennan möguleika við Kjartan Gunnarsson varaformann stjórnar bankans. Í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um þetta segir að um mitt ár 2008 hafði Actavis ekki gengið sem skyldi og því var hætta á að eiginfjárhlutföll gætu fallið niður fyrir umsamin lágmörk fyrir lánum Deutsche Bank. Því leitaði aðaleigandi Actavis, Björgólfur Thor Björgólfsson, til Landsbankans um lánafyrirgreiðslu til þess að koma í veg fyrir að Deutsche Bank gjaldfelldi lán á Actavis. Samkvæmt lánasamningi dagsettum 25. júní 2008 átti Landsbanki Íslands í Lúxemborg að veita félaginu BeeTeeBee Ltd. 50 milljóna evra lán með fullri ábyrgð Landsbankans hf. BeeTeeBee Ltd. var félag í eigu Björgólfs Thors með aðsetur á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þremur mánuðum síðar, nánar tiltekið 30. september, var svo bætt við þennan lánasamning og lánið hækkað upp í 153 milljónir evra. Sá samningur var undirritaður af Tómasi O. Hanssyni fyrir hönd lánþega og Marinó Frey Sigurjónssyni fyrir hönd lánveitanda. Samkvæmt Sigurjóni Þ. Árnasyni var þetta lán veitt til BeeTeeBee til að félagið gæti lánað Actavis víkjandi langtímalán til að mæta kröfu Deutsche Bank um aukið eigið fé inn í félagið. Samkvæmt ábyrgðarsamningi dagsettum 30. september 2008 tók Landsbankinn veð í Novator Telecom Poland S.a.r.l. fyrir láninu. Því til viðbótar fékk Landsbankinn Björgólf Thor til að leggja fram ábyrgð Givenshire Equities S.a.r.l. félagsins fyrir skuldbindingum Björgólfs Guðmundssonar vegna sjálfskuldarábyrgðar á skuldbindingum Grettis Eignarhaldsfélags. Givenshire Equities S.a.r.l. hélt utan um eignarhlut Björgólfs í Samson eignarhaldsfélaginu. Sigurjón Þ. Árnason lýsti þessu svo í skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: „Þá endar það þannig að það er þarna í síðustu vikunni, eitthvað svoleiðis, þá endar það þannig að við lánum Björgólfi Thor af okkar pening til þess að hann geti staðið við ákveðna hluti í Actavis, gegn því að hann láti okkur fá veð í seinni hlutanum í, láti pabba sinn fá veð, sem sagt, til þess að láta okkur fá þannig að Landsbankinn sé kominn með 100% veð í Samsoneignarhaldsfélagi. ....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir." Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis spurði Kjartan út í það samtal í skýrslutöku fyrir nefndinni sagði hann: „Já, ég kannast við að það hafi margt verið rætt við mig, og margt á þessum dögum, um marga hluti. En ég væri sem sagt að segja meira en ég treysti mér til þess að standa við ef ég fullyrti að hann hefði nákvæmlega sagt þetta. En ég kannast við nafnið á félögunum og kannast við þennan svona … þessa pakka alla." Hið 153 milljóna evra lán til BeeTeeBee Ltd. var flutt ásamt öðrum lánum frá Lúxemborg til Landsbankans á Íslandi í byrjun október.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira