Íslenski boltinn

Víkingar aftur á toppinn í 1. deildinni eftir sigur í Njarðvík

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leifur Garðarsson, þjálfari Víkinga.
Leifur Garðarsson, þjálfari Víkinga.
Víkingar eru komnir aftur á topp 1. deildar karla í knattspyrnu eftir nauman sigur á botnliði Njarðvíkur í kvöld. Þá vann Fjölnir 1-0 sigur á Gróttu.

Víkingar komust yfir í fyrri hálfleik þegar Daníel Hjaltason skoraði. Staðan var 0-1 í hálfleik en Saka Mboma jafnaði snemma í seinni hálfleik.

Sigurður Egill Lárusson skoraði sigurmark Víkinga á 76. mínútu og þar við sat. Víkingar hafa eins stigs forystu á Leikni sem á leik til góða.

Sjálfsmark var nóg fyrir Fjölni til að vinna Gróttu á heimavelli í gær. Gestirnir af Seltjarnarnesi brenndu af vítaspyrnu sem Hrafn Davíðsson varði í seinni hálfleik. Fjölnir er með 25 stig í deildinni og í fimmta sæti en Grótta er með sextán stig í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×