Þeir ungu undirbúnir fyrir HM í Svíþjóð Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. júní 2010 10:00 Guðmundur Guðmundsson. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta spilar næstu leiki sína á heldur framandi slóðum. Liðið leggur upp í 20 klukkustunda ferðalag til Brasilíu þar sem það leikur tvo æfingaleiki í næstu viku.iðið fer út á sunnudaginn og flýgur til Frankfurt í Þýskalandi, þar sem það þarf að bíða í tíu klukkutíma, þaðan fer það í þrettán tíma flug til Sao Paulo og síðan nokkurra tíma flug innanlands í Brasilíu áður en það er komið á áfangastað, Espírito Santo, á mánudaginn. Leikirnir eru 16. og 18. júní.Nokkrar breytingar hafa orðið á landsliðinu frá leikjunum gegn Dönum í vikunni. Sverre Jakobsson fer ekki með þar sem hann giftir sig á Akureyri í dag, Hreiðar Levy Guðmundsson spilar með Emsdetten um helgina í umspilsleik um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni og bæði Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson fá frí.Þá verða markvarðaskipti í hópnum þar sem Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Í hans stað kemur Pálmar Pétursson og því fer FH-ingur inn í landsliðið í stað Haukamanns. Bæði Pálmar og Aron hafa spilað þrjá landsleiki.Liðið fer til Brasilíu og leggur þar með á sig langt ferðalag fyrir tvo leiki gegn liði sem er ekki mjög hátt skrifað í handboltanum en Guðmundur Guðmundsson þjálfari segir að hann sé ekki í nokkrum vafa um að leikirnir muni nýtast vel. „Við höfðum ekki marga valkosti og erum í raun heppnir að fá þessa leiki. Ég lagði mikið upp úr að fá alvöru leiki og við þurfum á þessu að halda. Brasilía er sýnd veiði en ekki gefin og við fáum helling út úr þessu," sagði Guðmundur sem er þegar byrjaður að undirbúa liðið fyrir HM í Svíþjóð í janúar.Guðmundur segir að hann sé að breikka grunnhóp landsliðsins sem er ætlað að fara á HM. Því ætli hann að nota ungu mennina í hópnum meira en gegn Dönum. „Við lögðum þetta þannig upp frá byrjun að nota ungu mennina mikið gegn Brasilíu en kannski minna gegn Dönum. Menn eins og Ólafur Guðmundsson, Sigurbergur Sveinsson, Rúnar Kárason, Arnór Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Oddur Gretarsson fá að spila mikið núna. Við þurfum að nýta þann tíma sem við höfum fram að HM og við erum að breikka hópinn," segir Guðmundur.Það verður ekki bara æfður og spilaður handbolti í Brasilíu heldur er ætlunin að hrista strákana vel saman. „Við tökum þetta handboltalega föstum tökum en við ætlum jafnframt að njóta þess að vera á framandi slóðum. Það er eitt og annað planað, það verður hörku dagskrá þarna úti," sagði Guðmundur dulur en ljóstraði því upp að meðal annars verði horft á Brasilíumenn spila á HM í knattspyrnu. Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta spilar næstu leiki sína á heldur framandi slóðum. Liðið leggur upp í 20 klukkustunda ferðalag til Brasilíu þar sem það leikur tvo æfingaleiki í næstu viku.iðið fer út á sunnudaginn og flýgur til Frankfurt í Þýskalandi, þar sem það þarf að bíða í tíu klukkutíma, þaðan fer það í þrettán tíma flug til Sao Paulo og síðan nokkurra tíma flug innanlands í Brasilíu áður en það er komið á áfangastað, Espírito Santo, á mánudaginn. Leikirnir eru 16. og 18. júní.Nokkrar breytingar hafa orðið á landsliðinu frá leikjunum gegn Dönum í vikunni. Sverre Jakobsson fer ekki með þar sem hann giftir sig á Akureyri í dag, Hreiðar Levy Guðmundsson spilar með Emsdetten um helgina í umspilsleik um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni og bæði Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson fá frí.Þá verða markvarðaskipti í hópnum þar sem Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Í hans stað kemur Pálmar Pétursson og því fer FH-ingur inn í landsliðið í stað Haukamanns. Bæði Pálmar og Aron hafa spilað þrjá landsleiki.Liðið fer til Brasilíu og leggur þar með á sig langt ferðalag fyrir tvo leiki gegn liði sem er ekki mjög hátt skrifað í handboltanum en Guðmundur Guðmundsson þjálfari segir að hann sé ekki í nokkrum vafa um að leikirnir muni nýtast vel. „Við höfðum ekki marga valkosti og erum í raun heppnir að fá þessa leiki. Ég lagði mikið upp úr að fá alvöru leiki og við þurfum á þessu að halda. Brasilía er sýnd veiði en ekki gefin og við fáum helling út úr þessu," sagði Guðmundur sem er þegar byrjaður að undirbúa liðið fyrir HM í Svíþjóð í janúar.Guðmundur segir að hann sé að breikka grunnhóp landsliðsins sem er ætlað að fara á HM. Því ætli hann að nota ungu mennina í hópnum meira en gegn Dönum. „Við lögðum þetta þannig upp frá byrjun að nota ungu mennina mikið gegn Brasilíu en kannski minna gegn Dönum. Menn eins og Ólafur Guðmundsson, Sigurbergur Sveinsson, Rúnar Kárason, Arnór Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Oddur Gretarsson fá að spila mikið núna. Við þurfum að nýta þann tíma sem við höfum fram að HM og við erum að breikka hópinn," segir Guðmundur.Það verður ekki bara æfður og spilaður handbolti í Brasilíu heldur er ætlunin að hrista strákana vel saman. „Við tökum þetta handboltalega föstum tökum en við ætlum jafnframt að njóta þess að vera á framandi slóðum. Það er eitt og annað planað, það verður hörku dagskrá þarna úti," sagði Guðmundur dulur en ljóstraði því upp að meðal annars verði horft á Brasilíumenn spila á HM í knattspyrnu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira